Fréttin svarar fréttaflutning Heimildarinnar um karl í kvennaklefa

frettinInnlent, Ritstjórn4 Comments

Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu eftir að Fréttin birti grein um karlmann í kvennaklefa Grafarvogslaugar í síðustu viku.

Transkonan Veiga Grét­ars­dótt­ir hefur nú stigið fram á Heimildinni og segist vera umrædd manneskja.

Veiga heldur því fram að níu ára stúlka hafi áreitt hana í sundi, horft mikið á hana og glott. Þá hafi stúlkan náð í fjórar eða fimm vinkonur sínar sem bæði hlógu og glottu og Veigu hafi liðið eins og sirkúsdýri. Veiga segir að hún hafi verið í sundbol og segist halda að börnin hafi þekkt hana í sjón og grunað hún væri transkona, þarna sé um að ræða fordóma og hatur gegn transfólki.

Heldur því fram að umfjöllunin sé lygi

Veiga vill meina að umfjöllunin sé lygi, en svo er víst ekki. Fréttinni bárust upplýsingar um póst sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum, og í ljósi þess ákvað blaðamaður að kanna málið og hafa samband við skólann, sundlaugina og mannréttindarráð.

Inntak fréttarinnar snýr helst að því að ekkert bannar karlmönnum að nota kvennaklefa sundlauga ef að viðkomandi skilgreinir sig sem konu, burtséð frá því hvort viðkomandi hafi undirgengist kynskiptiaðgerð.

Við skulum gefa okkur það að Veiga sé umrædd transkona sem var í lauginni umræddan dag, en það breytir þó ekki inntaki fréttarinnar og gerir hana ekki ranga. Hugsanlega er um einfaldan misskilning að ræða og að börnin hafi ruglast í ríminu eða konan sem upphaflega deildi færslunni.  Veiga hefur fremur karlmannlegt útlit, enda fæddur líffræðilegur karlmaður og því ekki óhugsandi að börnin hafi gert feil þrátt fyrir að transkonan hafi klæðst sundbol.

Atvikið ekki einsdæmi: Mætti karlmanni í sturtunni og vakti það upp slæmar minningar úr æsku

Atvikið er þó ekki einsdæmi, Fréttin hefur heimildir fyrir því að karlmenn sem skilgreina sig sem konur og enn með karlkyns kynfæri, noti kvennaklefana í einhverjum tilfellum og starfsfólk hefur staðfest að ekki sé hægt að meina viðkomandi að nota klefana. Mannréttindaráð hefur einnig staðfest þessar upplýsingar, og því ekki óeðlilegt að umræða hafi skapast og margir ósáttir við þessa þróun, því þarna sé minnihlutahóp heimilað með lögum að ganga á rétt meirihlutahóps.

Kona nokkur hafði samband við Fréttina í kjölfar umfjöllunar, hún kýs að koma ekki fram undir nafni af ótta við að vera stimpluð sem transfóbísk, sem hún segist alls ekki vera og bætir við að hún beri virðingu fyrir öllu fólki. Konan segist síðastliðin vetur hafa farið í sundlaug á Höfuðborgarsvæðinu og þar mætt karlmanni í búningsklefanum sem skilgreinir sig sem konu, hann hafi verið með kynfæri karlmanns. Konan segir frá því að hún hafi lent í alvarlegu kynferðisofbeldi sem barn og þetta hafi virkilega stuðað hana og vakið upp slæmar minningar, þá hafi maðurinn starað mikið á hana og kynfæri hennar, sem hún segir hafa verið mjög óþægilegt og telji hún að í framhaldi hafi fengið áfallasteituröskun því hún upplifði brotið gegn sér þegar hún var barn ítrekað aftur eftir atvikið og fengið martraðir. Konan segist hafa kvartað til starfsmanna laugarinnar sem hafi svarað á þá leið að það væri ekkert sem þau gætu gert, og vísuðu til laga um kynrænt sjálfræði. Konan segist ekki hafa farið í sund síðan þetta gerðist og treysti sér ekki til þess. Henni finnist hún mjög berskjölduð og spyr hvers vegna minnihluta er leyft að ganga svona gróflega á rétt annarra, og hví þessir einstaklingar geti ekki tekið tillit til kvenna og stúlkubarna með því að nota sérklefa.

Best er að árétta að ekkert hatur liggur að baki þessarar umfjöllunar, Fréttin er einungis að fylgja eftir málum sem koma upp í samfélaginu og fjalla um það á opinskáan hátt, eini fjölmiðillinn á Íslandi sem hefur opnað á þessa umræðu og hlotið mikið hatur fyrir frá öfgafólki sem virðist ekkert sjá að því að ganga jafn gróflega að friðhelgi kvenna og stúlkubarna.

Ámælisverð vinnubrögð blaðamanns

Ritstjórn Fréttarinnar telur ámælisverð vinnubrögð af Erlu Hlynsdóttur blaðamanns á Heimildinni að taka frásögn Veigu hrátt upp án þess að kanna málið í það minnsta hjá Mannréttindarráði, sem gefur það út að ekki sé hægt að meina karlmönnum inn í karlaklefa þrátt fyrir að hafa kynfæri karlmanns, fréttin snýst ekki um Veigu "perse", enda var ekki vitað hver viðkomandi væri þegar fréttin var skrifuð. Þá er ítrekað haldið fram að fréttin sé ekki sönn, þrátt fyrir að ummælin séu höfð beint eftir viðmælendum og vísað til svars Önnu Kristinsdóttur frá Mannréttindarráði sem staðfestir frásögnina.

Engum hefur dottið í hug að hafa samband við Mannréttindarráð Reykjavíkurborgar

Heimildinn þykir sýna hræsni og tvískinnung þessu máli, þar sem ítrekað í greininni er Fréttin sökuð um lygar, þrátt fyrir að hafa allt rétt eftir viðmælendum. En sami miðill sagði Eddu Falak missaga eftir að upp komst um ítrekaðar lygar hennar, og kaus þar ekki að nota orðið lygi, þótt það ætti betur við í því tilfelli.

Þá hefur Heimildin áður Stundin tekið þátt í hópeinelti og slaufunarmenningu gegn nafngreindum mönnum í samfélaginu sem ranglega voru sakaðir um kynferðisbrot, og átu þar allt hrátt upp eftir fv. starfsmanni sínum Eddu Falak, og hafa ekki haft fyrir því að leiðrétta ósannindin þrátt fyrir að ákærum hafi verið vísað frá eða menn sýknaðir.

Aðrir meginstraumsmiðlar hafa svo eftir Heimildinni eins og um sannleik sé að ræða, en engum hefur dottið í hug að hafa samband við Mannréttindarráð Reykjavíkurborgar til að fá staðfest hvort um lygi eða sannleik sé að ræða.

Foreldrar með áhyggjur: forsætisráðherra þrýsti á að koma lögunum í gegn

Áhyggjufullir foreldrar hafa haft samband við Fréttina á undanförnum dögum og segjast uggandi yfir þróun mála í samfélaginu. Foreldrarnir eru allir sammála um að það verði að taka umræðu um þessi mál, ásamt umræðu um kynfræðsluefni barna í grunnskólum. Fólk er undrandi á því að hafa aldrei verið spurt hvað þeim finnist eða fengin til að gefa álit. Undrun sætir að slíkur yfirgangur inn í einkarými og friðhelgi kvenna hafi aldrei verið rædd og þjóðin spurð álits í þessum efnum, íljósi þess að landið á yfir hundrað ára sundmenningu að baki, þar sem ekkert þessu líkt hefur nokkurn tíman liðist. Feður hafa einnig áhyggjur og kæra sig ekki um karlkyns kynfæri inn í búningsklefa dætra sinna.

Það var Kartín Jakobsdóttir og forsætisráðuneytið sem að þrýsti mikið á að koma þessum lögum í gegn að kanadískri fyrirmynd, og var það svo samþykkt í Alþingi árið 2019.  Forsætisráðherra datt þó aldrei til hugar að spyrja hug fólksins í landinu varðandi svo umfangsmiklar breytingar. Flestir eru sammála um að hefði ekki fengið hljómgrunn í samfélaginu ef kosið hefði verið um málið, hávær minnihlutahópur eigi ekki að fá að ráða yfir meirihlutanum, ekkert jafnrétti sé fólgið í því.

Níðingar misnota glufur í lögunum

Erlendis hafa víða komið upp svipuð vandamál þessu tengt, þá varðandi fanga og íþróttir. Nauðgarar hafa til að mynda notfært sér glufu í lögunum til að misnota þau, og eftir að hafa verið ákærðir, þá ákveðið að skilgreina sig af hinu kyninu til að sleppa við karlafangelsi sem eru talin öllu verri. Hér má lesa eitt dæmi þess þar sem viðkomandi barnaði tvær konur í kvennafangelsi. Og hér má lesa um tvöfaldan nauðgara sem var færður í kvennafangelsið í Skotlandi, eftir að hann skilgreindi sig sem konu, en málið varð það umdeild að á endanum varð forsætisráðherra skota að segja af sér. Báðir mennirnir voru svo á endanum færðir í karlafangelsi.

Karlmenn sem hafa skyndilega skilgreint sig sem konur hafa einnig misnotað lögin og gengið á rétt kvenna, mál Liu Thomson er eitt dæmi þess, en hann sigraði í kvennakeppni, en eins og flestir vita þá eru karlmenn með yfirburði á við konur hvað varðar líkamlegan styrkleika. Nýlega sigraði transkona á Íslandi í frisbígolf einnig með yfirburðum.

Kallað eftir umræðu og skoðanaskiptum

Fréttin.is er hvergi að halda því fram að allir transeinstaklingar séu níðingar eða pervertar, heldur einungis að vísa til áhyggna foreldra og fólks í samfélaginu varðandi það að níðingar geti vissulega misnotað lögin eins og dæmin hafa sannað. Því er enn mikilvægra að umræða geti hafist á jafningjagrundvelli, ásamt umræðu á milli Samtakanna 78 og Samtakanna 22 sem ber ekki saman í ýmsum málum.  Fyrrnefnda félagið hafnar þó allri umræðu og rökræðum, og vekur slík þögn upp margar spurningar. Engin hefur getað vísað í meint hatur samtakanna 22 þrátt fyrir að því sé ítrekað haldið fram af fólki innan samtakanna.

Mikil reiði er á meðal foreldra vegna málsins og kæra foreldrar sig ekki um að vera kallað fordómafullt hatursfólk eða annað verra fyrir að spyrja eðlilegra spurninga þegar kemur að velferð barna þeirra og kennsluskrá grunnskólanna. Gaslýsingar hjálpi engum og opin umræða sé einmitt til þess fallin að stemma stigu við fordómum, því sé nú tímabært að taka samtalið, meðvirkir meginstraumsmiðlar séu jafnframt hluti af vandamálinu, sjá hérog hér.

Fréttin óskar eftir að heyra í fólki í samfélaginu varðandi ofangreind mál og tekur við reynslusögum. Fullum trúnaði er heitið.

4 Comments on “Fréttin svarar fréttaflutning Heimildarinnar um karl í kvennaklefa”

  1. Það skiptir engu máli hvernig klikkað fólk reynir að réttlæta transmálstaðinn, staðreyndin er að einstaklingur fæðist sem karlmaður eða kvenmaður. Þjóðfélagið á ekki að aðlaga sitt að geðveiki einstaklinga. Karlmaður er karlmaður, kvenmaður er kvenmaður, það er ekki hatur að benda á slíka einfalda líffræði og staðreynd.

  2. Eigum við ekki bara líka að samþykkja tilfinningar þeirra sem hafa kynferðislegar hvatir er beinast að börnum eða dýrum? Sumir elska bílinn sinn. Hvar stoppar klikkunin?

  3. Heimildin(Stundin) er nú bara mjög sveitt RÚV-skúffa. Þau byðja fólk um pening en eru að fá styrki frá ríkinu. Ekki stendur það á forsíðunni?

    En með þetta mál, þá finnst mér þetta snúast um athyglissýki.
    Það hefði verið lítið mál fyrir þennan gaur að segjast vera trans og fá að nota klefa fyrir fatlaða. En þá væri engin frétt. Ég held að hann sé að sækjast eftir svona viðbrögðum. Enda var hann mjög fljótur að koma fram og spila sig sem fórnarlamb.
    Þetta fólk er að leitast eftir átökum og svona drama.
    Einn fyrrum þingmaður VG sem er kominn yfir fimmtugt, er allt í einu orðinn trans núna. Þetta er svo augljóslega bara athyglissýki og perraskapur.

  4. Hmm, að saka aðra um ´viðurstyggilegt hatur´ fyrir það eitt að segja að karlar séu ekki líffræðilegar konur! Fyndið ef það væri ekki svona sorglegt og brenglað. En við hverju er að búast frá fólki sem getur ekki rökstutt sinn málstað með gildum rökum?

Skildu eftir skilaboð