Transkona barnaði tvo samfanga í kvennafangelsi – flutt yfir í karlafangelsi

frettinErlent1 Comment

Transkona hefur verið flutt í karlafangelsi þar sem henni er haldið í einingu fyrir viðkvæma hópa. Transkonan heitir Demi Minor en hún hefur gerst sek um að barna tvo samfanga sína í kvennafangelsinu Edna Mahan í New Jersey.

Minor, sem afplánar 30 ára dóm fyrir að hafa stungið fyrrverandi fósturföður sinn til bana, var flutt frá Edna Mahan fangelsinu yfir í Garden State Youth-fangelsið í júní síðastliðnum.

Minor, 27 ára, kvartar yfir því að hún hafi verið misnotuð og lítillækkuð af fangavörðum við flutninginn og hafi verið sett á sjálfsvígsvakt eftir að hún reyndi að hengja sig á meðan flutningnum stóð.

Í færslu á Justice 4 Demi blogginu sem hún heldur uppi heldur Minor því fram að fangaverðir hafi skotið á hana, og að einn þeirra hafi hæðst að henni þegar hún bað um að vera meðhöndluð sem kona. Í sérstakri færslu fullyrti hún að hún hafi verið barinn við flutninginn.

Hún sagðist hafa verið í haldi í stutta stund í ríkisfangelsinu í New Jersey, þar sem fangaverðir eru sagðir hafa kallað hana „hann“ yfir 30 sinnum.

Yfirlýsing Minor á bloggsíðu sinni

Mál Minor vakti athygli í apríl þegar lögregluyfirvöld í New Jersey gáfu upp að hún hefði barnað tvo samfanga í Edna Mahan kvennafangelsinu.

„Ég hef viðurkennt að ég sé í karlkyns aðstöðu en ég hef ekki samþykkt og mun aldrei samþykkja eða sætta mig við að ég sé eitthvað annað en transkona,“ skrifaði Minor.

Í harðorðri bloggfærslu sakaði Minor fangaverði um að hafa misþyrmt og hótað sér.

Eitt sinn sagði einn fangavarðanna við mig: „Mér er alveg sama hvað þú gerir... það er engin myndavél hér ... allir hérna eru karlmenn, þar á meðal þú,“ segir Minor.

„Það hefur verið brotið á rétti mínum til að vera örugg og laus við kynferðislega áreitni, með því að setja mig fangelsi fyrir ofbeldisfull ungmenni,“ segir Minor.

„Þegar ég bjó hér á GYSC hef ég orðið fyrir árás af ungum föngum sem eru óþroskaðir og einfaldlega fáfróðir um manneskju eins og mig.“, segir Minor.

Minor fyrir dómstólum þar sem hann játar morðið á fósturföður sínum

„Ég veit ekki hvernig það er að lifa sem karlmaður og ég neita að snúa aftur til slíks lífs eða lífsernis,“ skrifar Minor.

Minor var aðeins 16 ára þegar „hún“ braust inn á heimili Theotis Butts í Gloucester Township, New Jersey. Butts hafði tekið Minor að sér sem fósturbarn en hann bjó ekki lengur á heimilinu þegar morðið átti sér stað. Minor stakk fósturföður sinn Butts sem var 69 ára gamall, nokkrum sinnum og flúði síðan til New York þar sem hann var handtekinn.

Minor var einnig dæmdur fyrir vopnað rán, en þar réðist hann á hjón sem voru með lítið ungabarn í bíl en Minor beinti skammbyssu að andliti konunnar. Hjónin rétt náðu að koma barninu út úr bílnum áður en Minor rauk af stað.

Minor byrjaði að skilgreina sig sem konu árið 2020 og var því flutt úr karlafangelsi yfir í kvennafangelsið.

Edna Mahan kvennafangelsið í New Jersey

Daily mail fjallar um málið.

One Comment on “Transkona barnaði tvo samfanga í kvennafangelsi – flutt yfir í karlafangelsi”

  1. Að tranní fái ekki að leika lausum hala (!) í kvennafangelsi er
    sorglegra en tárum taki, ma ma ma bara spyr sig: hvar endar óréttlæti heimsins ?

Skildu eftir skilaboð