Varnarsveitir Ísrael eru að vinna sigur

frettinErlent, Jón Magnússon, Stríð3 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Dálkhöfundurinn og hernaðarsérfræðingurinn Richard Kemp segir eftirfarandi í grein í DT í dag: 

Varnarsveitir Ísrael hafi barist á Gasa undanfarnar vikur og náð meiri árangri en þeir sjálfir höfðu þorað að vona. Sótt fram með meiri hraða og eyðilagt mikið af stjórnstöðvum Hamas, náð mikilvægum gögnum og beðið minna manntjón en búist hafði verið við.

Þegar Hamas réðist á Ísrael 7.október vissu þeir, að Ísraelar mundu svara og undirbjuggu sig fyrir það með eins góðum hætti og þeim var unnt m.a. með því að færa allar meiriháttar stjórnstöðvar undir sjúkrahús og skóla til þess að fullkomna þá stefnu sína að óbreyttir borgarar mundu líða og deyja frekar en nauðgarar og barnamorðingjar Hamas.

Varnarsveitir Ísrael hafa sprengt göng Hamas ofan frá með góðum árangri. Þó að varnarsveitir Ísrael hafi ekki náð að staðsetja og drepa æðstu stjórn hryðjuverkasamtaka Hamas þá eru augljós merki þess, að Hamas er undir miklu álagi. Eldflaugaskot frá Gasa eru í algjöru lágmarki og sagt er að leiðtogar Hamas biðji Hisbollah í Líbanon um að gera árásir til að Varnarsveitir Ísrael þurfi að berjast á fleiri vígstöðvum.

Annað merki þess að Hamas sé í vandræðum er að boðum hefur verið komið til Katar um að reyna að ná samningum við Ísrael um vopnahlé. Ísrael hafnar vopnahléi sem felur það í sér, að þeir dragi herlið sitt til baka og gefi Hamas tækifæri til að endurskipuleggja sig, fávísir stjórnmálamenn á Vesturlöndum þ.á.m. Íslandi krejast þessa líka í stað þess að leggja áherslu á mannúðarhlé til að almennir borgarar geti yfirgefið átakasvæði eins og Ísrael hefur gert reglulega.

Tölur um fallna og særða á Gasa koma eingöngu frá heilsugæslu Hamas, sem gerir engan mun á óbreyttum borgurum í þessu efni og stríðsmönnum Hamas.

Varnarsveitirnar fara að alþjóðalögum um hernað og vopnaviðskipti og gera sitt besta til að lágmarka manntjón meðal almennra borgara. Sendar eru út viðvaranir til fólks um að yfirgefa væntanleg átakasvæði, svæði sem varnarsveitirnar ætla að ráðast inn á. Síðan stríðið byrjaði hafa varnarsveitirnar sent yfir 1.5 milljónir dreifimiða úr lofti, sex milljónir talskilaboð, 4 milljónir stafræn skilaboð og hringt og gert mannúðarvopnahlé. Þrátt fyrir þessa viðleitni varnarsveitanna hafa margir óbreyttir borgarar dáið á Gasa. Það er sorglegt, en hjá því verður ekki komist meðan Hamas felur sig meðal óbreyttra borgara og þvingar þá iðulega til að vera um kyrrt á svæðum, sem vitað er að verði næst fyrir árásum.

Joe Biden og Rishi Sunak hafa hingað til staðið í lappirnar og staðið gegn kröfum um vopnahlé (annað en Alþingi Íslendinga), þá hafa þeir jafnan tekið fram, að Ísrael verði að fara eftir reglum og alþjóðalögum, sem gilda um hernað og reyna að komast hjá því svo framast verði við komið að óbreyttir borgarar falli. Þeir vita að það er einmitt það sem varnarsveitir Ísrael eru að gera, en telja þetta pólitískt klókt vegna sumra kjósenda sinna að orða þetta svona á sama tíma og það er með öllu ljóst, að á þessari stundu þá er vopnahlé umfram stutt mannúðarvopnahlé eingöngu til þess fallið að koma nauðgurnum og barnamorðingjum Hamas til góða. Svo mörg voru þau orð dálkahöfundar DT. Gott fyrir þá sem hamast við að tala um stríðsglæpi og útrýmingaherferð að skoða málið miðað við það sem kunnáttumenn segja að sé að gerast í stað þess að taka fréttir frá hryðjuverkafólkinu eins og heilögum sannleik. 

3 Comments on “Varnarsveitir Ísrael eru að vinna sigur”

  1. Hér opinberar greinarhöfundur mannhatur vel og greinilega. Hann minnist ekkert á glæpi og þjófnað Ísraels í gegnum árin sem nýtist glæpamönnunum sem kalla sig Hamas til að selja og réttlæta fyrir íbúum Gaza árásir á Ísrael.

  2. Jón Magnússon, þessi grein þín er lýsandi dæmi um gagnleysi fyrrverandi þingmanns.

  3. Jón Magnússon ég missti augun að lesa þetta frá þér. Hvað er það sem fær þig til þess að skrifa svona til þess eins að fullyrða og sýna að Ísrael sé að gera rétt og viðvara tilvonandi fórnarlömb og séu að fara eftir allt og öllu réttu í reglum og þetta sé herramanns her með leyfi frá mömmu til að sprauta úr vatns byssunni sinni.
    Það væri réttast að taka svona skrifandi og kol rangt hugsandi fólki inngöngu inn á Gasa og binda viðkomandi niður í rúm á sjúkrahúsinu og veifa svo á Israelana “ júhú það er Hamas hérna í rúminu” og leyfa þér Jón að finna það á eigin skinni og höfði hvað þeir ímÍsrael væru vinalegir og hversu vel þeir væru að fara eftir reglum þarna í Ísrael.
    Það væri fullt af fólki sem myndi vilja hjálpa þér á völlinn og safna fyrir þig til á kaupa miðanum og sleppur líka alveg við að kaupa ferðina til baka.

Skildu eftir skilaboð