Donald Trump með yfirburða forystu í forkosningu repúblikana

frettinErlent, Gústaf Skúlason, KosningarLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Enginn vafi virðist leika á því, að Donald Trump verði frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári. Þetta kemur fram á vefsíðunni „Keppnin um Hvíta húsið“ sem er andstæðingur Trumps og tekur saman skoðanakannanir fyrir kosningar. Þar má sjá stuðninginn við Trump í fylki eftir fylki.

Forkosningar repúblikana hefjast ekki fyrr en eftir áramótin en samkvæmt einni spá mun Trump fá 2.311 af þeim 1.235 fulltrúum sem hann þarf til að sigra ef prófkjör yrði haldið í dag. Í flestum ríkjum er stuðningurinn við Trump yfirgnæfandi.

Trump hefur alltaf haft forskot í skoðanakönnunum og hefur forskotið aukist mikið frá því í vetur. Í nóvember 2022 dróst forskotið á aðalandstæðinginn Ron DeSantis saman eftir að Merrick Garland dómsmálaráðherra skipaði saksóknara til að leiða sakamálarannsókn á hendur Trump.

Á síðasta ári hefur stuðningur við Trump hins vegar aukist mikið, samkvæmt nýjustu spá „Race to the WH.”Þessi síða var stofnuð fyrir kosningarnar 2020 af demókrata og aðgerðarsinnanum Logan Phillips. Hann starfaði fyrir Hillary Clinton í kosningunum 2016 og áður fyrir ríkisstjórn Obama.

Takist Donald Trump að vera endurkjörinn sem forseti næsta haust, þá væri það í annað sinn í sögu Bandaríkjanna sem fyrrverandi forseti er kjörinn aftur eftir að hafa áður tapað embættinu. Síðasta og eina skiptið sem það gerðist var árið 1892, þegar demókratinn og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Grover Cleveland, var kjörinn í annað sinn. Hann tapaði kosningunum 1888 fyrir repúblikananum Benjamin Harrison.

Skildu eftir skilaboð