Skynsemi eða hægri öfgar

frettinErlent, Jón Magnússon, Kosningar1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Geert Wilders og flokkur hans Frelsisflokksins (PVV)vann afgerandi sigur og tvöfaldaði fylgi sitt í þingkosningunum í Hollandi s.l. miðvikudag. Frelsisflokkurinn er nú stærsti stjórnmálaflokkur Hollands.

Flokkurinn vill að hugsað sé fyrst og fremst um hagsmuni Hollendinga, ganga úr Evrópusambandinu, stöðva innflutning múslima,  moskur og Kóran skóla svo dæmi séu tekin.

Sigur Wilders sýnir að vaxandi fjöldi kjósenda treystir ekki lengur hefðbundnum hægri flokkum, sem hafa brugðist kjósendum sínum á ýmsa og allt of marga vegu. Ísland er því miður ekki undanskilið.

Stöðugt vaxandi fjöldi fólks snýr sér til fylgis við það sem stjórnmála- og fjölmiðlaelítan kallar öfga hægri og pópúlisma, þó þeir flokkar séu að berjast fyrir þjóðlegum gildum og vinna gegn glæpum og öryggisleysi almennra borgara. Hægra "öfgafólkið" í Evrópu er ekkert öfgafólk. Það berst ekki fyrir því að lýðræðið, stjórnkerfið eða stjórnsýslustofnanir séu teknar úr sambandi eða vikið sé frá gildum samkeppnisþjóðfélagsins og gildum almennra mannréttinda. 

Hvað sem stjórnmálaelítan og fjölmiðlaelítan heldur fram, þá er það rangt að kalla Wilders og t.d. Melloni á Ítalíu öfgafólk. Þau svara kalli sífellt stærri hóps fólks í Evrópu, sem sættir sig ekki við að innflytjendur taki yfir og glæpagengi taki heilu hverfin undir sig eins og í Svíþjóð, Frakklandi já og höfuðborg Evrópu, Brussel. 

Sem betur fer telja fleiri og fleiri kjósendur um alla Evrópu sig eiga meiri samleið með þeim sem vilja hugsa um eigin borgara og öryggi þeirra fyrir erlendum glæpahópum. Þessvegna stækka flokkar eins og AfD í Þýskalandi. Flokkur Giorgia Meloni á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og nú Wilders í Hollandi.

Hefðbundnir hægri flokkar eiga ekki lengur erindi við kjósendur þ.m.t.Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi og Íhaldsflokkurinn breski nema þeir séu tilbúnir að svara kalli kjósenda sinna um að gæta að þjóðlegum gildum og stöðva innflytjendastraumin og tryggja öryggi borgaranna fyrir erlendum glæpagengjum, en gengjastríð er þegar hafið á götum Reykjavíkur og þessvegna  Litla Hrauni.

One Comment on “Skynsemi eða hægri öfgar”

  1. Flottar kostningarm hvenær ætli íslendingar taki af skarið og kjósi sér í hag? Sigur Wilders sýnir að vaxandi fjöldi kjósenda treystir ekki lengur hefðbundnum hægri flokkum, sem hafa brugðist kjósendum sínum á ýmsa og allt of marga vegu. Ísland er því miður ekki undanskilið.

Skildu eftir skilaboð