Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Með frumvarpi ,,Trettebergstuen" gætu foreldrar fundið sig knúna til að ljúga af ótta við að vera dæmdir fyrir umbreytingarmeðferð.
Þetta er fyrirsögn greinar sem þingmaðurinn Jenny Klinge skrifar í eigin nafni, ekki sem þingmaður. Á Íslandi vantar svona skynsama þingmenn sem þora að láta í sér heyra. Þingmenn á Íslandi láta þrýstihópa stjórna löggjöfum þegar kemur að kyni og kynvitund. Sérhver er nú vitleysan að samþykkja lög sem fjallar um sjálfsmynd barna og unglinga.
Gef Jenny orðið:
Hefur þú áhyggjur af því að einstaka fulltrúar á Alþingi geri heimskulega hluti?
Ef þér er umhugað um málfrelsi og staðreyndir ættir þú að hafa meiri áhyggjur af því að ákveðin lög og lagabreytingar sem við samþykkjum fari í gegnum þingið.
Við fáum síendurtekið lög sem takmarka tjáningarfrelsi okkar. Lög sem lítur á sjálfsmynd okkar sem löglegt kyn frekar en raunverulegt kyn. Sú ákvörðun ber í eðli sínum mismunun, eins og þegar karlar krefjast þess að fara í sturtuklefa kvenna og keppa í kvennaíþróttum. Eða þegar þess er krafist að við hin viðurkennum að karlmaður geti alið börn.
Jenny segist geta stutt bann við umbreytingarmeðferðum fyrir börn sem eru ekki sátt í eigin skinni. Það er í lagi að banna meðferðir sem gerir fólk annað en það er. Af sömu ástæðu er ég eindregið á móti þeim hluta frumvarpsins sem snýr að kynvitund. Öllu er snúið á haus í frumvarpinu.
Ef frumvarpið nær fram að ganga verður glæpur að nota meðferðir sem styður fólk í að vera ánægt með líkama sinn og kyn, til að lifa með raunveruleikanum og læra af honum.
Mannfólkið hefur aðeins tvö kyn. Kyninu höldum við til dauðadags. Enginn hefur rangan líkama eða rangt kyn. Hvers vegna í ósköpunum er það hlutverk löggjafans að styðja þá skoðun að einhver sé fæddur gallaður en hið gagnstæða ólöglegt?
Samþykki Alþingi frumvarpið getur það orðið til þess að kennarar, foreldrar og meðferðaraðilar séu knúnir til að ljúga af ótta við dóm fyrir að segja sannleikann. Jenný segist hafa mikla samúð með þeim fáum sem upplifa sig annað en þeir eru. En þessar staðreyndir er tímabundnar tilfinningar fyrir flesta. Lögin ýta undir þá staðfestingu að upplifun barna og unglinga stoppar þróunarfasa hjá þeim vegna upplifunar sem hefði í raun liðið hjá.
Svokölluð félagsleg umskipti (að vera dæmd til að breyta nöfnum og fornöfnum) eru í sjálfu sér hættuleg. Það stjórnar hinum óafturkræfu læknisfræðilegum inngripum í formi kynþroskablokkara, krosshormóna og skurðaðgerða. Inngrip sem valda t.d. beinþynningu og ófrjósemi.
Hluti þeirra sem finnst þeir ekki passa í eigið kyn verða samkynhneigðir þegar þeir þroskast og eldast. Samtök homma og lesbía hafa bent á að verið sé að trans gera samkynhneigða.
Enginn ætti að þurfa að ljúga um sannleikann
Það er mikilvægt að koma í veg fyrir að viðkvæm börn og ungmenni taki róttæk skref í eigin lífi, félagslega og með læknisfræðilegum inngripum áður en þau hafa náð kynþroska og andlegum þroska til að taka ígrundaðar og góðar ákvarðanir.
Með væntanlegu banni við umbreytingarmeðferð munu meðferðaraðilar lifa í óvissu hvar á að draga línuna vegna refsingarinnar. Reyni þeir að hjálpa einhverjum sem líður illa í eigin líkama til að sættast við sjálfsmynd sína og kyn er refsingar að vænta.
Alls staðar í samfélaginu getur fólk mætt öðrum með virðingu og hlýju án þess að hafna hlutlægum og augljósum staðreyndum um kyn. Að halda sig við staðreyndir er varúðarráðstöfun fyrir góða löggjöf, góða meðferð og góðan samfélags þroska.
Enginn ætti að ljúga um sannleikann til að vera samþykktur, sýna umburðarlyndi eða til að vera viss um að verða ekki refsað.