Gústaf Skúlason skrifar:
Þýskaland stendur frammi fyrir miklum fjárhagsvanda. Ríkisstjórnin ræðir um það, að leggja fram tillögu um neyðarástand á landsvísu. Með yfirlýstu neyðarástandi komast stjórnvöld fram hjá skuldareglum stjórnarskrárinnar.
Forsaga málsins er sú, að stjórnlagadómstóll landsins hafnaði áformum þýskra stjórnvalda um að fjármagna grænu umskiptin með því að endurúthluta 60 milljörðum evra, (jafnvirði rúmlega 9 þúsund milljarða króna), í ónotuðum skuldakvóta sem losnaði við heimsfaraldurinn.
Dómstóllinn taldi áformin brjóta í bága við þýsku stjórnarskrána sem segir, að ríkið megi ekki taka að láni meira en samsvarar 0,35% af árlegri landsframleiðslu. Á tíma heimsfaraldursins ákvað sambandsþingið að gera undanþágu frá þessari skuldabremsu.
Nú vill „umferðarljósastjórnin” svokallaða í Berlín – sem samanstendur af sósíaldemókrataflokknum SPD, frjálslynda FDP og Græningjum – sniðganga skuldabremsuna að nýju, að því er þýskir fjölmiðlar greina frá.
Christian Lindner fjármálaráðherra hyggst leggja fram tillögu um það í næstu viku í fjáraukalögum fyrir árið 2023. Að sögn fjármálaráðuneytisins mun aukafjárveitingin nema um 45 milljörðum evra.
Sjá nánar hér og á myndskeiðinu hér að neðan: