Það er óheiðarlegt og afar siðlaust að þrýsta á foreldra að samþykkja umskipti barna með því að ýkja sjálfsvígshættu

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, TransmálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Finnski prófessorinn Riittakerttu Kaltiala bendir á að þær rannsóknir sem heilbrigðisstarfsmenn horfðu til sem dásömuðu „kynskipti” barna sem líður illa í eigin skinni, voru ekki eins góðar og áreiðanlegar og menn héldu. Þvert á móti, aðgerðirnar höfðu slæm áhrif á unglingana. Hún var sjálf í þeim hópi sem framkvæmdi aðgerðir á börnum en hefur nú skipt um skoðun eftir rannsókn sem hún ásamt fleirum gerðu árið 2015.

Nokkur lönd hafa tekið í handbremsuna þegar kemur að „kynskiptum” barna og unglinga. Skortur er á sönnunum fyrir því að heilsa barna og ungmenna batni almennt með kynskiptismeðferð. Því miður er það ekki svo í Bandaríkjunum, þar ríkir iðnaður í málaflokknum. Henni hefur verið meinað að taka þátt í ráðstefnum tali hún gegn „kynskiptum” barna og unglinga.

Ekki verður þaggað niður í vísindunum. Læknar sem neita að taka tillit til sönnunargagna sem gagnrýnendur leggja fram, setja öryggi sjúklinga í hættu segir hún.

Hún er líka í uppnámi vegna þess að læknar og stofnanir vara reglulega bandaríska foreldra við að barn þeirra sé í sjálfsvígshættu standi þau í vegi fyrir „kynskiptiaðgerð.” Sami söngur er kyrjaður hér á landi af transaðgerðasinnum. Kaltiala bendir á að „dauði hvers einasta ungmennis er harmleikur, en nákvæmar rannsóknir sýna að sjálfsvíg eru mjög sjaldgæf. Það er óheiðarlegt og afar siðlaust að kúga foreldrar til að samþykkja kynjameðferð með því að ýkja áhættuna á sjálfsmorði,“ skrifar hún í The Free Press.

Læknar sem segjast hafa lækningu við öllum sársauka lífsins ætti það að vera viðvörun til okkar allra.

Kaltiala sér sértrúarsöfnuð þar sem heilbrigðisstofnanir byrja skyndilega að trúa því að flókin vandamál ungs fólks, hafi alltaf eina og sömu lausnina: „kynskiptiaðgerð.”

Faraldur hefur ríkt í þessum málum. Á samfélagsmiðlum virðist það hafa verið knúið áfram að trans-aðgerðasinnum og hópþrýstingi að eðlilegur kynþroski og óöryggi með líkama sinn sé eitthvað óeðlilegt. Fái barn að fara í gegnum kynþroskann jafnar unglingurinn sig.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð