Fjarar undan Trudeau

EskiErlent, Stjórnarfar, StjórnmálLeave a Comment

Metþátttaka var í rafrænni undarskriftasöfnun gegn áframhaldandi setu Justin Trudeau í embætti forsætisráðherra Kanada. Almennur borgari frá Peterborough í Ontario, Melissa Outwater, hóf söfnunina í nóvember síðastliðnum. Þar er krafist að þingið lýsi yfir vantrausti á sitjandi forsætisráðherra, Justin Trudeau og að boða skuli til þingkosninga 45 dögum eftir að vantrausttillagan nái fram að ganga.

Vinnur gegn hagsmunum fólksins í landinu

Í yfirlýsingunni segir að núverandi ríkisstjórn sem kjörin er starfi ekki í þágu allra borgara;
Stefna þessarar ríkisstjórnar er ekki í takt við kreppuna sem Kanada stendur frammi fyrir: húsnæðiskostnaður, brot á borgaralegum réttindum, hæsta verðbólga í sögunni, ójafnvægi innflytjendastefnu, skattlagning allt að fátækt, veiking hagkerfis okkar með því að flytja inn náttúruauðlindir sem Kanada hefur þegar og vannýtir.

Miðað við síðustu átta ár með þennan forsætisráðherra bera Kanadamenn ekki traust til hans, eftir að fimm rannsóknir á brotum í starfi og orðspor Kanada hafa verið skaðað á heimsvísu undir hans forystu. Að því marki að  Kanada er í raun útilokað frá þátttöku í yfirlýsingum um mikilvæga landpólitíska atburði.

Michelle Ferreri, þingkona Peterborough, Ontario

Metþátttaka

Alls skrifuðu 387.487 einstaklingar undir yfirlýsinguna. Aldrei í sögu Kanada hafa fleiri tekið þátt í undirskriftasöfnun, hvað þá gegn sitjandi forsætisráðherra. Stuðningur frá þingkonu í kjördæmi Melissu Outwater snemma í ferlinu gerði það að verkum að málin hlaut athygli.

Yfirlýsingin var lesin upp af þingkonunni sem studdi yfirlýsinguna, Michelle Ferreri,  og kynnt kanadíska þinginu á miðvikudaginn var, 31. janúar sl.

Það má því segja að farið er að fjara undan Justin Trudeau í embætti forsætisráðherra Kanada.

Skildu eftir skilaboð