Þúsundir mótmælenda þrömmuðu að húsakynnum sænska sjónvarpsins SVT á laugardaginn og kröfðust þess, að forstjóra sjónvarpsins yrði vikið frá störfum og að sjónvarpinu yrði bannað að halda áfram með einhliða áróðursfréttir. Á borðum sást boðskapurinn: „Tökum sjónvarpið til baka.“
Blaðamaðurinn Christian Peterson skrifaði á X, að
„Þúsundir mótmælenda höfðu tekið sjónvarpshúsið og krefðust þess að sjónvarpið hætti með vinstriáróður.“
Mótmælendur kröfðust meiri alhliða fréttamennsku einhliða og gagnrýnislausra frétt t.d. um Nató, innflytjendur, loftslagið og málefni kynjanna. Mótmælendur kröfðust þess einnig, að blaðamönnum frá valkostamiðlum verði hleypt að í ríkissjónvarpinu sem virðist bannað í dag með undantekningu fyrir blaðamanninum Chang Frick.
Margir kunnir blaða- og fréttamenn frá valkostamiðlum t.d. Swebbtv, Frelsisfréttum, Samnytt m.fl. mátti sjá meðal mótmælenda og sumir þeirra héldu ræður, þar sem ofríki í fjölmiðlun ríkisvaldsins var gagnrýnt. Mikael Willgert, Lennart Matikainen og Katerina Jonouch héldu þrumuræður um mikilvægi málfrelsis og gegn einokun einnar hliðar og þöggun í fréttamennsku ríkismiðilsins. Meðal annars sagði Mikael Willgert og beindi orðum sínum til starfsmanna sjónvarpsins og útvarpsins (sjá myndskeið að neðan):
„Við erum ekki hér til að ógna ykkur eða hefna fyrir það ómælda tjón sem þið hafið valdið landi okkar og Svíum. Við erum ekki hér til að storma inn í bygginguna og senda ykkur út á götu. Þvert á móti þá erum við hér til að frelsa ykkur….frá sósíaldemókratískum áhrifum og erlendu fjármagni sem stjórnar fjölmiðlum hér…þið getið t.d. hætt að að segja að ættbálkar glæpamanna séu Svíar. Það eru ekki Svíar sem verið er að handtaka fyrir glæpi víða um heim jafnvel þótt þeim hafi tekist að komast yfir sænsk vegabréf hjá hinum spilltu yfirvöldum innflytjendamála.“
Stor demonstration utanför SVT idag pic.twitter.com/GadSPtsTle
— Nick Alinia (@NickAlinia) February 3, 2024