Vesturlöndin hafa sent stórar peningaupphæðir til mannúðarmála til Palestínu – megnið af þeim hafnar hjá rótækum íslamistum í Hamas

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, InnlentLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Þá gerðist það aftur. Hinn vestræni heimur hefur komið til móts við íslamista í von um að hafa jákvæð áhrif á þá. En íslamistar hafa notfært sér barnalega hegðun vestrænna ríkja. Þeir hafa mjólkað Vesturlönd fyrir peninga.

Í mörg ár hafa Vesturlöndin fjárfest með háum upphæðum í aðstoð til Palestínumanna á hernumdum svæðum Ísraelsmanna. Þetta hjálparstarf er skipulagt af UNRWA (stytting á Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn frá Palestínu). Undanfarin ár hafa verið alvarlegar pólitískar deilur um vinnu UNRWA.

Deilt er um að stuðningurinn við Palestínumenn hafi að mati nokkurra vestrænna ríkja verið misnotaður í áróðri Palestínumanna, íslamista og fjandsamlegum aðgerðum í garð Ísraels og Vesturlanda. Nokkrum sinnum hafa vestræn ríki gagnrýnt starfsfólk UNRWA sem hafa að sögn nýtt féð í öðrum tilgangi en til mannúðarmála.

Eða, til að orða það hispurslaust: Íslamskir Palestínumenn hafa mjólkað Evrópu fyrir peninga sem runnu til óvina Vesturlandanna.

Fögnuðu fjöldamorðunum

Gagnrýnendur hafa bent á að fólk sem átti að aðstoða Palestínumenn efnahagslega hafi notað stöðu sína í hjálparstarfinu til að styðja öfgasinnaðar sveitir Palestínumanna sem berjast við Ísrael. Oft hafa umræddir ,,mannúðar aðstoðarmenn" verið mjög virkir í að misnota aðstöðu sína til að fylgja eftir öfgafullri stefnu Palestínumanna, þar á meðal stuðningi við íslamska hryðjuverkastarfsemi.

Óhugnanleg dæmi sýnir hversu alvarlegt það virðist vera:

Samkvæmt heimildum hafa menn með þekkingu á starfi UNRWA séð nokkra samstarfsmenn fagna þeim viðbjóðslegu fjöldamorðum á saklausum Ísraelum þann 7. október, með slátrun, fjöldanauðgunum og fleiru.

Dönsk þöggun

Lönd eins og Bandaríkin, Kanada, Bretland, Þýskaland, Ástralía, Ítalía og Finnland brugðust við þessum óhugnanlegu fréttum með að rifta starfi sínu við UNRWA þar til búið er að rannsaka málið [Ísland tók stöðu með þessum löndum]. Vandræðalegt, Danmörk er ekki meðal þessara landa og það hefur afleiðingar.

UNRWA tryggir að málið sé tekið alvarlega sem er víst nauðsynlegt með þeim þrýstingi sem samtökin finna fyrir og þeir sem hlut eiga að máli. Framkvæmdastjóri samtakanna, Philippe Lazzarini, hefur leyst hina grunuðu frá störfum og fyrirskipað rannsókn á þessum alvarlegum ásökunum.

Blóðþyrstir FN- starfsmenn

Samtímis hefur NGO- stofnunin UN Watch lagt fram lista yfir UNRwEA starfsmennina sem fögnuðu hryðjuverknum 7. október gegn íbúum Ísrael, líka á samfélagsmiðlunum. Á meðal þessara árásagjörnu blóðþyrstu FN-starfsmanna er augljóslega fólk sem eru læknar og ráðgjafar í UNRWA kerfinu. Sannarlega falleg fyrirmynd fyrir upplýsta, manneskjulega og almennilega hegðun.

Það er kaldhæðnislegt að kalla stofnun, sem heldur hlífðarskyldi yfir svona miskunnarlausa og ofstækisfulla slátrara, fyrir mannúðarsamtök.

Myrtu sennilega fleiri en 1200 manns

Undir hryðjuverkaárásinni þann 7. október myrtu, nauðguðu og limlestu palestínskir hryðjuverkamenn 1200 manns eða fleiri.

Þörf er á sjálfsgagnrýni og uppgjör gagnvart blóðþyrstum andstæðingum Ísrael ef UNRWA á að teljast til trúverðugra mannúðarsamtaka. En í alvöru talað: Hver trúir því eftir þá atburði sem við erum vitni af?

Hvar er danska stjórnin?

Hvar eru danskir fulltrúar í UNWRA- kerfinu í þessari umræðu?

Hvar er danska ríkisstjórnin? Enn sem komið er hefur ekkert komið frá henni að viti varðandi þessa skelfilegu atburðarrás.

Vestræn ríki, þar á meðal Danmörk, veita Palestínumönnum verulegan stuðning.  ,,Þakkirnar" eru nú hrottaleg brot á öryggi af hálfu fólks sem átti að sinna mannúðarverkefnum.

Hvenær fáum við sterk og heiðarleg viðbrögð frá þeim löndum sem fram af þessu hafa verið aðgerðarlaus?

Staðan er vandræðaleg fyrir Mette Frederiksen

Staðan er vandræðaleg fyrir dönsku ríkisstjórnina. Vandræðalega fyrir Mette Frederissen. Hún er vandræðaleg fyrir þau öfl í heiminum sem slá sér á brjóst sem fulltrúar mannréttinda. Því miður á það við um Danmörku.

En svona kýli hverfa. Fljótt meira að segja.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð