Viðtal Tucker Carlson við Vladimir Pútín forseta Rússlands

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Viðtal2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Í fyrsta skipti síðan stríðið í Úkraínu hófst í febrúar 2022 kemur Pútín í viðtal vestræns blaðamanns (sjá X að neðan) til að svara spurningum frá vestrænu sjónarhorni. Tucker Carlson var að venju kurteis og jafnframt óvæginn að spyrja viðmælanda sinn óþægilegra spurninga. Viðtalið hefur vakið afar hörð viðbrögð einræðislegrar elítu Vesturlanda sem hafa svitnað við að rægja það ÁÐUR en viðtalið birtist. Til samanburðar fær Zelenskí gagnrýnislaust að vaða inn á þing Vesturlanda jafnvel með gamla SS-böðla sem leiddi til afsagnar forseta Kanadaþings.

Viðtalið hefur hrist upp í glóbalistunum og handbendum þeirra löngu áður en vitað var hvort af því yrði, hvað þá að nokkur hafi heyrt það sem sagt er í viðtalinu. Tucker Carlson hefur sem fyrsti vestræni blaðamaðurinn fengið einkaviðtal við forseta Rússlands, Vladimír Pútín, eftir að stríðsátökin í Úkraínu hófust. Í viðtalinu fjallaði Pútín um mörg mál bæði tengd Úkraínustríðinu og öðrum málum. Í þessum fyrstu fréttum eru einungis örfá dæmi tekin en sjá má efnislegt innihald viðtalsins í tímaröð að neðan. Síðar verður ef til vill hægt að birta beina þýðingu á öðrum hlutum viðtalsins sem var tveggja klukkutíma að lengd. Viðtalið í heild sinni má sjá neðst á síðunni.

Hverjir sprengdu Nord Stream?

Tucker Carlson: „Hverjir sprengdu Nord Stream í loft upp?“
Vladimir Pútín „Þið svo sannarlega.“
Tucker Carlson: „Ég var upptekinn þann dag. Ég sprengdi ekki Nord Stream.“
Vladimir Putin: „Þakka þér fyrir það. Þú gætir persónulega haft fjarvistarleyfi, en CIA hefur ekkert slíkt.“
Tucker Carlson: „Hefur þú sannanir fyrir því að Nató eða CIA hafi gert þetta?“

Vladimir Pútín:

„Ég er ekki að fara í smáatriðin en fólk segir alltaf í slíkum tilfellum, leitaðu að einhverjum sem hefur áhuga á slíku. En í þessu tilfelli ættum við ekki aðeins að leita að einhverjum sem hefur áhuga heldur líka að einhverjum sem hefur getuna til að framkvæma verknaðinn. Vegna þess að margir eru áhugasamir en ekki allir eru færir um að fara niður á Eystrasalts og framkvæma þessa sprengingu. Þessir tveir þættir tengjast: Hver hefur áhuga og hver er fær um að gera það.“

Tucker Carlson:

„Þetta er svolítið ruglingslegt. Ég meina, þetta er stærsta iðnaðarhryðjuverk sem til er og stærsta losun CO2 í sögunni. Allt í lagi, ef þú hafðir sönnunargögn væntanlega frá öryggisþjónustu ykkar, leyniþjónustunni ykkar og telur að Nató, Bandaríkin, CIA og Vesturlönd hafi gert þetta, hvers vegna leggur þú þá ekki sannanirnir á borðið og vinnur áróðurssigur?“

Vladimir Pútín:

„Í áróðursstríði er mjög erfitt að sigra Bandaríkin vegna þess að Bandaríkin stjórna öllum fjölmiðlum heimsins og mörgum evrópskum fjölmiðlum. Þeir sem græða mest á stærstu evrópsku fjölmiðlunum eru bandarískar fjármálastofnanir. Veistu það ekki? Það er hægt að fara í þessa vinnu, en það er dýrt ef svo má að orði komast. Við getum aðeins beint kastljósinu að upplýsingaveitum okkar og það skilar ekki árangri. Allur heimurinn veit, hvað gerðist, bandarískir sérfræðingar ræða það líka beint.“

Pútín varar við gervigreind, erfðabreyttum ofurmennum og örflöguígræðslu Elon Musks

Í viðtalinu var komið inn á mörg mál, allt frá Úkraínustríðinu, fangelsun blaðamanns WSJ, Úkraínu, Evan Gershovich, Nató, Bill Clinton m.fl. Þegar viðtalið var hálfnað spurði Tucker Carlson Pútín: „Hvenær hefst ríki gervigreindarinnar?“

Pútín hló og svaraði:

„Mannkynið stendur núna frammi fyrir mörgum ógnum. Vegna erfðafræðirannsókna er hægt að búa til ofurmanneskju, sérhæfða mannveru, erfðabreyttan íþróttamann, vísindamenn og hermenn. Það berast fréttir af því, að Elon Musk hafi þegar látið græða örflögu í mannsheila í Bandaríkjunum.“

Tucker spurði: „Hvað finnst þér um það?“

Pútín svaraði:

„Ég held að ekkert stöðvi Elon Musk. Hann gerir það sem honum sýnist. Engu að síður þarf að finna sameiginlegan grundvöll með honum og leita leiða til að sannfæra hann.“

Viðvörun Pútíns um erfðabreytt ofurmenni er áhugaverð í ljósi þess, að Kína hefur notað CRISPR tækni til að breyta DNA mannsfóstra. The South China Post hefur áður greint frá því, að Kína framkvæmi öfgafullar tilraunir með erfðavísa úr dýraríkinu í tilraunum til að búa til ofurhermenn sem eru færir um að lifa af geislavirkni eftir kjarnorkuárás.

„Guði sé lof að þér var ekki hleypt inn í CIA“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti beindi pillu að Tucker Carlson og sagði að hann hefði áður reynt að ganga til liðs við CIA en verið neitað um vinnu. Kom það í kjölfar spurningar Tucker Carlson við fullyrðingu Pútíns um að valdarán hafi verið framið í Úkraínu ár 2014.

Tucker Carlson spurði þá Pútín: „Með stuðningi hverra?

Pútín svaraði:

„Með stuðningi CIА, auðvitað; samtökin sem þú vildir ganga til liðs við hér áður fyrr ef ég skil málið rétt. Guði sé lof, að þeir hleyptu þér ekki inn í þau samtök.“

Tucker andmælti ekki fullyrðingu Pútíns. Orðrómur er um að Tucker Carlson hafi sótt um stöðu hjá CIA eftir háskólanám en verið neitað um vinnu. Tucker hefur ekki rætt það opinberlega en ljóst er, að bandarískar leyniþjónustustofnanir eru lítið hrifnar af af einum áræðnasta blaðamanni Bandaríkjanna. Tucker hefur m.a. greint frá því að NSA njósnaði um hann.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni :

00:02:00 – Pútín ræðir um sögu Rússlands og Úkraínu: Pútín byrjar á því að útlista söguleg tengsl og átök milli Rússlands og Úkraínu
00:25:04 – Útþensla Nató: Samtalið fer yfir í stækkun Nató til austurs eftir kalda stríðið
00:30:40 – Nató og Bill Clinton: Pútín gagnrýnir hlutverk Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í stækkun Nató
00:41:10 – Úkraína: Umræðan færist að sérstökum málum Úkraínu
00:48:30 – Hvað olli þessum átökum?: Pútín greinir frá afstöðu sinni til atburðanna sem leiddu til stigmögnunar átaka í Austur-Evrópu
01:02:37 – Friðsamleg lausn?: Carlson ræðir við Pútín um hugsanlegar leiðir að friðsamlegri lausn, þar sem Pútín útlistar skilyrði sín fyrir samningaviðræðum.
01:11:33 – Hver sprengdi Nord Stream-leiðslurnar?: Pútín fjallar um hryðjuverkaárásina á Nord Stream-gasleiðslunnar og notar tækifærið til að senda Carlson pillu um CIA
01:24:13 – Samskipti við Bandaríkin á ný
01:36:33 – Hversu öflugur er Zelensky?: Rússneski leiðtoginn metur áhrif og getu Volodymyr Zelenskí, forseta Úkraínu, í samhengi við stríðsátökin og alþjóðastjórnmálin.
01:48:36 – Elon Musk og gervigreind: Carlson og Pútín ræða um gervigreind og hlutverk áhrifamanna eins og Elon Musk í mótun framtíða alþjóðlegrar tækni og öryggis.
01:51:07 – Bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich í fangelsi: Viðtalinu lýkur með ummælum Pútíns um mál Evan Gershkovich, bandaríska blaðamannsins sem er í haldi í Rússlandi, sem sýnir flókið mál í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.

2 Comments on “Viðtal Tucker Carlson við Vladimir Pútín forseta Rússlands”

  1. Magnað viðtal, áróður glóbalistana að engu gjörðir af sennilega öflugasta þjóðarleiðtoga heims um þessar mundir

  2. Vladimir Vladimirovich Putin er og hefur verið einn öflugasti og klárasti þjóðaleiðtogi heims undanfarna áratugi

    Það er magnað að skoða hvað miðlarnir á Íslandi biðu lengi með að segja frá þessu viðtali svo eins og þeir væru að bíða eftir viðbrögðum frá sorpgeymslunum þar sem þeir hafa copy-pastað nánast öllu frá.

    Þetta kom frá Vísi í dag.
    https://www.visir.is/g/20242527402d/vill-mordingja-fyrir-bladamann

    Hér er Samúel Karl Ólason að láta ímyndun ráða för þegar hann snertir lyklaborðið, þetta er ekki blaðamaður, hann Samúel er þroskaheftur það sést á öllum hans skrifum, maðurinn er ekki heill í hausnum.

    https://www.visir.is/g/20242527109d/fekk-thrjatiu-minutna-sogukennslu-i-tveggja-tima-vidtali

    Hólmfríður Gísladóttir, gastu ekki gert betur enn að draga fram glæpa og spillingarkvendið Hana Hillary Clinton til að kryfja málið, ja hérna!

    Það hefur ekkert komið fram ennþá á systur sorpmiðlinum DV, enn ég er alveg viss um probaganda skítadreifarinn þeirra niður á Jótlandi mun lepja eitthvað upp úr danska varnarmálaráðaneitinu eða því breska, má vera kannski því Úkraínska eða Bandaríska og þá er ég búin að telja allar upp hans uppsprettur.

    Eins og ég hef oft sagt, þá er RUV slæmt enn DV og Vísir eru verri!

Skildu eftir skilaboð