Gústaf Skúlason skrifar:
Tucker Carlsson: „Heldurðu að NATO hafi áhyggjur af því, að stríðið þróist upp í heimsstyrjöld eða kjarnorkustríð?“
Pútín: „Það er að minnsta kosti það sem þeir tala um. Þeir eru að reyna að hræða eigin íbúa með ímyndaðri rússneskri ógn. Þetta er algjör staðreynd og hugsandi fólk, ekki afneitarar heldur hugsandi fólk, skilgreinendur og þeir sem stunda alvöru stjórnmál, vel gefið fólk skilur þetta alveg. En verið er að básúna rússnesku ógninni út um allt. “
Hræðsluhótanir í gangi á Vesturlöndum
Tucker: „Sú ógn sem ég held að þú sért að vísa til gæti verið rússnesk
innrás í Pólland, útþenslustefna. Gætir þú ímyndað þér atburðarás, þar sem þú myndir senda rússneska hermenn til Póllands?“
Pútín: „Aðeins í einu tilviki, ef Pólland myndi ráðast á Rússland. Af hverju? Vegna þess að við höfum engan áhuga á Póllandi, Lettlandi eða neinum öðrum löndum. Af hverju ættum við að gera það? Við höfum einfaldlega engan áhuga á því. Þetta er bara hræðsluhótun.“
Betra að semja við Rússland en að stefna öllu í tvísýnu
Tucker: „Einn af eldri öldungadeildarþingmönnum okkar frá New York fylki, Chuck Schumer, sagði í gær held ég, að við verðum að halda áfram að styðja Úkraínustríðið. Annars myndu bandarískir hermenn, bandarískir ríkisborgarar, enda í stríði þar. Hvernig metur þú þetta?“
Pútín: „Ef einhver hefur löngun til þess senda venjulega hermenn þangað, þá myndi það örugglega steypa mannkyninu á barm mjög alvarlegra heimsátaka. Það er augljóslegt. Þurfa Bandaríkin á þessu að halda í þúsundir kílómetra fjarlægð frá eigin landi sínu? Hafið þið ekkert betra að gera? Þið eigið í vandræðum með landamærin, með fólksflutningana, með þjóðarskuldir yfir 33 trilljónir dollara og hafið þið þá ekkert betra fyrir stafni en að fara í stríð í Úkraínu? Væri ekki betra að semja við Rússland, gera samkomulag, þegar maður skilur stöðuna í dag og hvernig hún er að þróast og skilja að Rússland muni berjast fyrir hagsmunum sínum til endaloka? Átta sig á því, að í raun og veru þarf að snúa aftur til almennrar skynsemi og byrja að virða land okkar og hagsmuni og leita lausna í staðinn?“
Gáfulegra að semja en að banna samningaviðræður
Pútín: „Mér sýnist það vera mun gáfulegra og skynsamlegra en þegar forseti Úkraínu bannar frekari samningaviðræður. Honum er frjálst að draga þá tilskipun til baka, það er allt og sumt. Við höfum aldrei neitað samningaviðræðum. Reyndar heyrum við allan tímann spurt, hvort Rússland sé tilbúin. Já. við höfum aldrei neitað samningaviðræðum, það voru þeir sem opinberlega höfnuðu samningaviðræðunum. Hann gæti dregið skipun sína til baka og hafið samningaviðræður sem við höfum aldrei neitað. Staðreyndin er sú, að þeir hlýddu kalli og sannfæringu Mr. Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Mér finnst það fáránlegt og mjög sorglegt, því eins og herra Arakia orðaði það við gætum hafa lokið stríðinu fyrir einu og hálfu ári síðan. En Bretarnir sannfærðu þá og við höfnuðum þessu. Hvar er herra Johnson núna á meðan stríðið heldur áfram?“
Reiðubúinn að semja um að ljúka Úkraínustríðinu
Tucker: „Ég vil bara vera viss um, að ég misskilji ekki það sem þú ert að segja. Ég held að þú sért að segja, að þú viljir semja um uppgjör um það sem er að gerast í Úkraínu.“
Pútín: „Það er rétt og við gerðum það, við undirbjuggum heljarins skjal í Istanbúl sem var að frumkvæði yfirmanns úkraínsku sendinefndarinnar og hann skrifaði undir. Hann setti ekki nafn sitt við öll ákvæðin en hann skrifaði undir og sagði sjálfur, að þeir væru tilbúnir að skrifa undir það og þá hefði stríðinu verið lokið fyrir löngu síðan, – 18 mánuðum síðan. Hins vegar forsætisráðherra Johnson kom og talaði okkur frá þessu og tækifærið glataðist. Núna verða þeir að finna út, hvernig á að snúa ástandinu við. Við erum alls ekki á móti því. Það væri hægt að brosa að þessu ef þetta væri ekki svona sorglegt. Þessi endalausa herkvaðning í Úkraínu, móðursýkin í erlendum vandamálum, fyrr eða síðar hlýtur þetta að leiða af sér samkomulag. Þetta hljómar líklega undarlega miðað við ástandið en samskiptin á milli þessara tveggja þjóða verður samt sem áður endurreist á endanum. Það mun taka mikinn tíma en að lokum mun allt læknast.“
Er það niðurlægjandi fyrir Nató að samþykkja núna yfirráð Rússa yfir landssvæði sem tilheyrði Úkraínu fyrir 2 árum?
Tucker: „Heldur þú að það sé niðurlægjandi á þessum tímapunkti fyrir Nató að samþykkja yfirráð Rússa á því landsvæði sem var úkraínskt fyrir tveimur árum síðan?“
Pútín: „Hingað til hefur uppnám ríkt og verið hrópað um hernaðarlega ósigur Rússlands á vígvellinum. Núna eru þeir greinilega að átta sig á því, að það er erfitt að ná þeim árangri, ef hann er nokkru sinni mögulegur. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé algjörlega ómögulegt samkvæmt. Það mun aldrei gerast. Mér virðist núna, þeir sem eru við völd á Vesturlöndum hafi einnig áttað sig á þessu. Ef raunveruleikinn er farinn að komast inn, þá verða þeir að hugsa um hvað þeir ætli að gera næst. Við erum tilbúin að taka þá umræðu.“
Hvað með bandaríska blaðamanninn Evar Gershkovich? Verður hann látinn laus?
Tucker: „Mig langar að spyrja þig síðustu spurningarinnar að lokum. Hún er um mann sem er þekktur í Bandaríkjunum en kannski ekki hjá ykkur, Evan Gershkovich sem er Wall Street Journal blaðamaður…“
Pútín: „Við höfum gert svo mikið af velvild og velsæmi, að mér finnst við erum búin að tæma það sem við eigum til. Við höfum aldrei séð neinn endurgjalda okkur á sama hátt. En hvernig sem hægt er að orða það, þá gætum við gert það ef samstarfsaðilar okkar taka gagnkvæm skref. Ég útiloka ekki að þessi maður sem þú nefnir, herra Gershkovich, geti snúið aftur til móðurlandsins. Það er hvort eð er í lok dagsins ekkert vit í því að halda honum í fangelsi í Rússlandi. Við viljum við sérfræðingar Bandaríkjanna íhugi hvernig þeir geti náð markmiðum sínum með tilboðum okkar sérfræðinga.“
Sjá má þennan hluta viðtalsins á klippunni hér að neðan: