Skotárás á kirkju í Bandaríkjunum: Barn alvarlega sært

EskiErlent, HryðjuverkLeave a Comment

Byssuóður kvenmaður réðist inn í Lakewood Church í Houston, Texas í gærdag.

Genesse Ivonne Moreno (37) skaut á allt sem fyrir henni varð, en eitt sjö ára gamalt barn særðist alvarlega við skotárásina og liggur þungt haldið á sjúkrahúsi.

Genesse (Jeffrey) Moreno

Vinsæl ,,mega-kirkja“

Kirkjan sem um ræðir er svokölluð mega-kirkja hins vinsæla predikara, Joel Osteen.

Samkoma á spænsku var í þann mund að hefjast þegar konan réðist inn rétt fyrir kl. 14 á staðartíma vopnuð AR-15 árásarriffli. Þykir mildi að hún hafi ekki mætt á samkomuna á undan þar sem hún var afar fjölmenn.

Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að Genesse notaði einnig karlmannsnafnið Jeffrey og skilgreindi kyn sitt á mismundandi vegu. Auk þess glímdi hún við fleiri undirliggjandi geðraskanir.

Á rifflinum hennar  voru pró-palestínskir límmiðar og tákn sem gefur til kynna að hún hafi verið haldin mikilli andúð á Gyðingum, en hún var í útistöðum við fyrrverandi eiginmann sinn sem er Gyðingur.

Genesse var skotin til bana af lögreglu á vettvangi.

Forbes greindi frá

 

Skildu eftir skilaboð