Samkvæmt skoðanakönnun Vísis og Bylgjunnar sem tekin var í vikunni, þá óttast 70% landsmanna að tjá skoðanir sínar opinberlega. Svarmöguleikarnir voru já eða nei og tóku yfir 4000 manns þátt í könnuninni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem farið var yfir málið og niðurstöðuna.
„Þetta kemur ekki á óvart af því að þetta er orðið mjög stórt vandamál í samfélagi okkar og öðrum og maður heyrir mjög oft ef maður er að tjá sig um eitthvað sem gæti þótt umdeilt að þá kemur fólk til mín og þakkar mér fyrir að hafa orð á þessu,“ segir Sigmundur.
Treysta sér ekki til að tjá sig um málefni
Fólk segir að það sé mikilvægt að benda á þessa hluti og ræða, en það sjálft treysti sér ekki til að tjá sig um málefnið af ótta við útskúfun. Staðan sé orðin þannig að það er bara ráðist á fólk, auðvitað á samfélagsmiðlum og jafnvel hefðbundnir fjölmiðlar stundum taka undir skoðanir sem eru ekki í tísku eða falla ekki í kramið hjá þeim sem vilja leggja línurnar með umræðuna.
Sigmundur segir að þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur sem samfélag, því að árangur Vesturlanda í gegnum tíðina byggðist ekki hvað síst á tjáningarfrelsinu, að fólk gæti sagt sína skoðun án þess að þurfa að óttast afleiðingar frá þeim sem voru ósammála, þannig náðist árangurinn.
En nú sé staðan sú að fólk er orðið hrætt við að segja það sem fellur ekki í kramið á hverjum tíma. Sigmundur segir mjög mikilvægt að muna það að málfrelsið er fyrir vitleysingana líka. Stundum kemur á daginn að þeir sem voru taldir vitleysingar, höfðu bara rétt fyrir sér, og mikilvægt sé að hafa í huga, að þegar bara ein skoðun er leyfð, þá verða ekki framfarir.
Þróunin mjög hættuleg lýðræðinu
Aðspurður segir hann að þessi þróun sé mjög hættuleg lýðræðinu því lýðræðið virki ekki með þessum hætti. Menn eigi að geta tjáð sig tekist á, gagnrýnt og rökrætt annars þróast málin út í meiri öfgar. „Raunin er sú að á tímum, svo ég vitni nú óbeint í Orwell: „Á tímum almennra blekkinga þegar vitleysan er orðið normið, hættulegt er að segja sannleikann og mér finnst við vera komin svolítið á þann stað,“ segir Sigmundur.
Þingmaðurinn segir samfélagið sýkt af þöggunarmenningunni, hræðsla sé á meðal stjórnmálamanna, innan lögreglunnar, dómstóla, fjölmiðlafólks, fyrirtækja, stofnanna og víðar.
„Það hefur raunverulegar afleiðingar ef menn hætta þora að tjá sig og annað sem er mikið áhyggjuefni í þessu er að í auknum mæli farið að meta það sem fólk segir út frá því hver á í hlut, hvaða hópi viðkomandi tilheyrir og hvaða hóp er verið að gagnrýna. Sjáum bara sem dæmi bókstafs bókstafstrúar trúleysingja. Þeir veigra sér ekki við að gagnrýna kristni og smána hana á allan hátt en þeir veigra sér mjög við að gagnrýna Islam, af því það má ekki. Svona er þetta á mörgum sviðum að það er ekki sama hver þú ert eða hvern er verið að gagnrýna. Þá erum við komin á hættulega braut,“ segir Sigmundur.
Snúa verði þróuninni við
Aðspurður segir Sigmundur að það sé mjög mikilvægt að við náum aftur að færast í þá átt, og nefnir dæmi um að allt í einu eru aðrir flokkar sem eru búnir að jafnvel hafi nánast ráðast á hann fyrir fyrir ákveðnar ábendingar, farnir að tala á sömu nótum.
„Það er reyndar ekki víst að þeir muni fylgja því eftir, en engu síður áminning um að það getur skilað árangri að gefast ekki upp og tjá sig. Hins vegar hafi hann áhyggjur af frumvarpi forsætisráðherra um námskeið um hatur. Námskeiðin svokölluðu, eiga að ganga út á það að setja alla landsmenn, allt frá leikskólabörnum að fullorðnu fólki á hjúkrunarheimili, á námskeið um hvernig ætti að hugsa og tjá sig. Lögreglunni er ætlað að mæta einnig á þessi námskeið, dómstólar og svo framvegis.
Þetta stoppuðum við í þinginu en í staðinn er eru menn að reyna að fara bakdyra leiðina sem forsætisráðuneytið hefur haft forgöngu um. Þetta er átak sem kallað er „Orðin okkar“. Þetta átak snýst hins vegar þegar maður skoðar heimasíðuna hjá þeim, um að fólk vandi mál sitt, sé kurteist og sýni öðrum virðingu í orðræðu, heldur snýst þetta um skoðanir/móðganir. Þ.e. ef þú móðgast við að sjá eitthvað á samfélagsmiðlum eða heyra hérna í útvarpinu, þá geturðu kvartað til opinberrar stofnunar um að þú hafir móðgast.
En menn verða að vera tilbúnir til að móðgast ef umræða eða rökræða, á að geta skilað einhverjum árangri,“ segir Sigmundur.
Viðtalið í heild má hlusta hér neðar: