Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Faglegir leiðtogar grunnskóla, skólastjórnendur, geta tekið inn alls konar stefnur og hugmyndafræði inn í skólakerfið án þess að kennarar hafi nokkuð um það að segja. Vilji kennari ekki vinna undir því sem honum er sagt að gera getur hann farið annað. Gagnrýn hugsun og ólíkar skoðanir virðast ekki eiga upp á pallborðið, því miður. Með ólíkum skoðunum, rökræðum og faglegum samræðum myndast heilsteypt samfélag.
Námsefnið frá Menntamálastofnun „Stopp ofbeldi” á að nota í grunnskólum á Akureyri eftir því sem ég best veit. Ætlað yngsta stigi grunnskólans og fjallar um kynferðislegt ofbeldi. Halda á námskeið svo kennarar geti komið þessu skammlaust frá sér.
Bloggari kynnti sér efnið fyrir nokkru síðan. Myndböndin eru þýdd af norsku og þykja norskum foreldrum þau verulega umdeild. Þeir spyrja ,,Hvenær verða myndir af ofbeldi að ofbeldi? Mörgum foreldrum ofbýður og segjast ekki hafa fengið að upplýsingar frá skóla barnsins hvenær myndböndin verða sýnd. Margir norskir foreldrar upplifa myndböndin sem ofbeldi gagnvart barni sínu. Þeim finnst fræðsluefnið óviðeigandi með öllu, ekki að ósekju.
Foreldrar ekki spurðir
Bloggari sendi fræðsluefnið á nokkrar foreldra sem eiga börn í grunnskóla. Til að gera langa sögu stutta ofbauð þeim grafíkin í myndböndunum og margt af því sem sagt var. Foreldrar vilja sjálfir sjá um þessa fræðslu sem fjallar um kynferðislegt ofbeldi. Ber skólayfirvöldum ekki að virða það?
Myndböndin of löng segir eitt foreldrið. Grípum í orð foreldra en þetta er bara brot af því sem þau sögu:
„Hvort ég myndi sýna ungum börnum þetta myndband er mjög tvísýnt. Þess vegna þurfa foreldrar að skoða og ræða.”
„...hún er veitir upplýsingar sem eru varhugaverðar fyrir áhrifagjörn börn og getur haft í för með sér mögulega kveikju að áhuga ungra barna til að snerta sig eða hvert annað.”
„... skilaboðin góð en myndefnið heldur óhugnanlegt.”
„Margt ágætt en fleira slæmt. Fyrir unga brotaþola gæti þetta verið gott efni að horfa á undir leiðsögn fagmanna.”
„Sé ekki ástæðu til þess að sýna minni 7 ára þetta, ætti mögulega betur við í 8. bekk í minna barnalegri útgáfu.
„Ég myndi ekki sýna barninu mínu í 6. bekk þetta, efast að hann hafi þroska í það. Vil sjálfur fræða hann og hin börnin um þetta með mun mildari myndum.”
„Mér finnst pínu eins og myndbandið sé að fara misnota barnið mitt. Erum við ekki að reyna leyfa börnum að vera börn?”
„Ok. What the hell. Er ég að horfa á ????????. Hólí sitt.”
„Myndirnar eru óviðeigandi fyrir svona lítil börn. Ætlar grunnskólinn virkilega að sýna þetta án samráðs við foreldra?”
„Við þurfum að skilgreina hlutverk foreldra og skóla. Skólinn á ekki að sjá um þetta.”
„Ég sá reyndar bara tvær af þessum teiknimyndum. Það var of mikið fyrir mig, ég fann fyrir viðbjóði og ég horfði ekki á meira.”
„Teiknimyndir af barnaníði eru ekkert skárri heldur en leikið efni af barnaníði.”
„Ég skil forvarnar hugsunina en ég vill fá að kenna mínum börnum þetta bara sjálfur í takt við þeirra þroska og hugsun.”
Er skólakerfið komið út fyrir hlutverk sitt
Í leiðbeiningum frá Menntamálastofnun segir „Góður undirbúningur er lykilatriði þegar halda á samverustund með fræðslu um kynferðisofbeldi, til að tryggja að bæði fullorðnir og börn upplifi að þau séu örugg. Við mælum því með að starfsfólk lesi allar leiðbeiningarnar vandlega áður en myndirnar eru sýndar.”
Hvernig ætlar kennari að tryggja andlegt öryggi barna sem sjá þessi myndbönd? Hvernig ætlar kennara að tryggja að nemendur prófi ekki eitthvað af því sem kemur fyrir í myndbandinu, á hvort öðru? Getur kennari verið ábyrgur fyrir því? Eins og eitt foreldri segir „Það tekur nefnilega skýrt fram að fullorðnir mega ekki snerta börn en talar ekkert um hvort þau mega snerta hvert annað...”Ætlar kennari að bera ábyrgð á tilfinningaröskun nemenda sem kann að koma undir fræðslunni? Forvitni þeirra á hvort öðru í samræmi við myndböndin? Þegar stórt er spurt er fátt um svör!
Vissulega spyrja margir að því hvort skólinn sé ekki kominn út fyrir það sem honum ber. Þegar um viðkvæm málefni skiptir máli hvernig maður nálgast það með barni. Er heppilegt að ræða málið í stórum hópi nemenda sem hafa mismikinn skilning á því sem fjallað er um í myndböndunum? Er ekki betra að foreldrar sjái um þessa forvarnar fræðslu með barni sínu, kannski á mildari hátt. Ætli 7 ára barn skilji lagasetningu um kynferðislegt ofbeldi, sem komið er aðeins inn á, eða skilja þau betur þegar pabbi og mamma segja að enginn megi snerta kynfærin þeirra. Veltum þessu fyrir okkur.
Bloggari tekur undir með norsku foreldrasamtökunum og spyr þig lesandi, hvenær verða myndir af ofbeldi að ofbeldi?
Umdeilt fræðsluefni frá Menntamálastofnun
Hugmyndafræði og tískustraumar virðast há stofnuninni í útgáfu námsefnis. Önnur mjög umdeild bók, Kyn, kynlíf og allt hitt, fékk ágætis umfjöllun víða, nema í fjölmiðlum. Í þeirri bók er rekinn áróður fyrir ákveðinn hugmyndafræði og orð sem vísa til kynja, strákur og stelpa, finnst varla í bókinni. Höfundurinn, sem er kanadískur, leitar hófanna í kynleysisstefnu sem virðist ríkja í mörgum löndum og koma á í öðrum, m.a. hér á landi.
Nokkrir foreldrar kærðu bókina, að efni hennar sé kennt hér á landi en bókin er umdeild. Menn velta vöngum yfir hvort fræðsluefnið og myndræn framsetning eigi við á miðstigi grunnskólans. Eins og í öllum bókum má finna góða fræðslu inn á milli þess slæma sem virðist meira af en minna af í umræddri bók.
One Comment on “„Stopp ofbeldi“ – fræðsluefni á yngsta stigi grunnskólans”
Spennandi efni. Úr kennsluleiðbeiningum til 4-6 ára barna:
„Það að börn séu áhugasöm um kynfæri sín og annarra er frekar algengt og alls
ekki hættulegt. Mörg börn eru upptekin af því. En það er mikilvægt að börn
sem gera þetta saman séu nokkurn veginn á sama aldri, jafn stór og jafn sterk
og með samþykki allra. “
„Er fullorðnu fólki leyfilegt að snerta kynfæri barna?
Nei, fullorðnir og ungt fólk má aldrei snerta kynfæri barna. Eldri börn hafa ekki
leyfi til að snerta kynfæri yngri barna því að það getur líka valdið þeim skaða.“
Það er sem sagt ekkert gert í því ef tvö 4 ára börn eru að þukla á kynfærum hvors annars, eða hvað?