Hryðjuverkabrúðurin fær ekki breskt ríkisfang aftur

EskiErlent, Hryðjuverk, InnflytjendamálLeave a Comment

Shamima Begum tapaði í morgun síðustu áfrýjun sinni til að hnekkja ákvörðun breskra stjórnvalda um að svipta hana breskum ríkisborgararétti.

Úrskurður áfrýjunardómstólsins þýðir að hún er áfram í Sýrlandi án möguleika á að snúa aftur til Bretlands.

Í úrskurði sínum sagði dómarinn að þótt ákvörðunin í máli Begum sé „harkaleg“ mætti halda því fram að Begum sé „höfundur eigin ógæfu“. 
Ein af eiginkonum Íslamska Ríkisins
Begum varð þekkt um allan heim þegar hún árið 2015, 15 ára gömul, yfirgaf heimili sitt í London til að ferðast til Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Lögfræðingar hennar nú 24 ára gömlu Begum áfrýjuðu niðurstöðuni frá í fyrra, þar sem innanríkisráðuneytið lagðist gegn henni. Innanríkisráðuneytið hélt því fram að „lykilatriðið“ í máli Begum væri þjóðaröryggi.
Hefur réttindi í Bangladess

Í gegnum málareskturinn höfðu lögfræðingar Begum haldið því fram á meðan stjórnvöld sögðu að hún ætti rétt á ríkisborgararétti frá Bangladesh, í reynd yrði henni aldrei hleypt inn í landið og hefði því verið skilið eftir ríkisfangslaus – eitthvað sem er bannað samkvæmt breskum og alþjóðalögum. En dómararnir komust að þeirri niðurstöðu að innanríkisráðherrann væri ekki undir lagalegri skyldu til að líta svo á. Sajid Javid hafði vald til að svipta hana bresku ríkisfangi  og lögreglan sagði að hún ætti rétt á að fara til Bangladess. „Sviptingarákvarðanir hafa oft alvarlegar afleiðingar,“ sagði dómarinn Dame Sue Carr.

 

Skildu eftir skilaboð