Gústaf Skúlason skrifar:
Julian Assange er hataður af stríðsglæpamönnum djúpríkisins. Ástæðan er að hann kom upp um glæpi þeirra. Réttarhöldum var fram haldið í vikunni í London. Síðasta von til þess að hægt verði að koma í veg fyrir framsal Assange til Bandaríkjanna. Eiginkona Assange, lögfræðingurinn Stella Assange, sagði í ræðu fyrir utan dómstólinn s.l. þriðjudag: „Hvað gerist þegar maður afhjúpar ríkisglæp? Bandaríkin eru í stjórnmálalegum réttarhöldum gegn blaðamanni fyrir að hafa upplýst um afbrot þeirra.“
Stella hélt áfram:
„Landið sem reynir að fá hann framseldan ætlaði að myrða hann. Þið vitið hvað er í húfi hér. Þið vitið um hvað málið snýst. Það snýst um ykkur, um okkur, um rétt almennings að fá upplýsingar. Það snýst um réttinn á málfrelsi án þess að þurfa að lenda í fangelsi og vera hundeltur og ógnað af ríkinu.“
Assange lýsti ástandinu þegar ár 2011
Julian Assange sagði í ræðu í London árið 2011 (sjá YouTube að neðan):
„Það er ekkert samfélag til lengur. Það sem er til er fjölþjóðleg öryggiselíta sem er upptekin við að rústa heiminum með skattpeningum þínum… Við verðum að skapa okkar eigið net styrks og gagnkvæmni, sem getur ögrað völdum og eiginhagsmunum stríðsglæpamanna hér á landi sem og annars staðar. Þeir hafa hönd í hönd skapað bandalag til þess að stela peningum frá Bandaríkjunum, frá öllum Nató-löndum, frá Ástralíu og þvo peningana í Afganistan, þvo þá í Írak, þvo þá í Sómalíu, þvo þá í Jemen, þvo þá í Pakistan, – þvo peningana í blóði fólks.“
Sama ár sagði Assange um stríðið í Afganistan (sjá X að neðan)
„Markmiðið er að nota Afganistan til að þvo peninga frá bandarískum og evrópskum skattstofnum og aftur til baka í hendur fjölþjóðlegrar öryggiselítu. Markmiðið er endalaust stríð, ekki farsælt stríð.“
Robert F. Kennedy Jr. er einn þeirra mörgu sem lýsa Úkraínustríðinu á nákvæmlega sama hátt (sjá X að neðan).
Julian Assange speaking in 2011: "The goal is to use #Afghanistan to wash money out of the tax bases of the US and Europe through Afghanistan and back into the hands of a transnational security elite. The goal is an endless war, not a successful war" #FreeAssangeNOW pic.twitter.com/fL05OwC2aZ
— WikiLeaks (@wikileaks) December 14, 2021
Saying the quiet part out loud. https://t.co/eIdzPUIvKm
— Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) February 15, 2024