Ingibjörg Gísladóttir skrifar:
Það var snemma árs 2022 sem Maajid Nawaz (var rekinn frá LBC fyrir að hafa sjálfstæðar skoðanir) setti á laggirnar sinn eigin þátt, Radical with Maajid Nawaz, og geymir hann þættina á Odysee svo honum verði ekki slaufað aftur. Eitt af því sem honum er hugleikið er það sem hann kallar Midasolam morðin, en hann hefur ásakað fyrrum heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, og Dr Luke Evans um að hafa í skjóli C-19 notað tækifærið til að fækka því fólki sem var íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið, eða að öðru leyti óæskilegt. Einn þáttur hans var um dauða Eric Levi sem var gamall aktívisti og hafði m.a. mótmælt fangelsun Assage. Eric hafði dottið heima hjá sér og var talið að hann hefði e.t.v. fengið heilahristing og því fór hann á sjúkrahús til skoðunar. Þrátt fyrir mótmæli vina hans fyrir framan sjúkrahúsið og stanslausar símhringingar var honum ekki sleppt en dælt í hann lyfjum þar til yfir lauk.
Það er margt sem vekur grunsemdir Maajid. Samkvæmt frétt frá BBC er birtist 11 febrúar 2021 þá voru 6 af hverjum 10 er skráðir voru látnir af völdum C-19 árið á undan fatlaðir. Mikið fatlaðar konur voru 3.5 sinnum líklegri til að deyja vegna C-19 og þroskahamlaðir voru 3.7 sinnum líklegri (bæði karlar og konur) til að látast vegna C-19 en þeir sem ekki höfðu slíka greiningu. Jafnvel þótt fatlaðir búi trúlega margir við lök kjör í Bretlandi þá er þetta ótrúlegur munur.
Nýlega benti Maajid á grein eftir ástralann Wilson Sy sem er titlaður markaðsgreinir. Greinin birtist á Research gate og kallast „Excess Deaths in the United Kingdom Midazolam and Euthanasia in the COVID-19 Pandemic". Í greininni kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að „hinn sérlega hái toppur í umframdauða í apríl 2020 hafi ekki verið vegna SARS-CoV-2 vírusins, því á þeim tíma hafi verið tiltölulega lítið um smit ...." en í þess stað vegna víðtækrar notkunar á lyfinu Midazolam, sem ef notað ásamt morfíni slævir stórlega öndunarstöðvar þeirra er það er gefið. Wilson Sy segir að erfitt sé að greina sundur umframdauða vegna C-19 sprautanna og vegna Midazolam næsta ár, 2021, en það hve mikil og útbreidd notkun á lyfinu hafi verið gefi til kynna að hugsanlega hafi verið um kerfisbundið líknardráp að ræða. Hann segir að sama birtingarmynd umframdauða sjáist ekki í Ástralíu og að það geti flækst fyrir rannsóknum á faraldursfræði C-19 á heimsvísu ef menn vanræki að taka með þætti sem séu sérstakir fyrir hvert land um sig.
Það er erfitt að trúa því að Bretar hafi í skjóli C-19 faraldurins létt á heilbrigðiskerfi sínu með glæpsamlegum aðferðum, en hvað vilja Kanadamenn ekki gera? Þeir hafa lögleitt lög um líknardráp, sem fyrst áttu að taka til dauðvona fólks en voru svo teygð til að ná til fleiri hópa. Á Fréttinni mátti á árinu 2022 sjá frétt um hvert stefnir í Kanada: „Keppandi á Ólympíuleikum fatlaðra sótti um hjólastólalyftu, fékk tilboð um líknardráp". Nú síðast er lagt til að lög um líknardráp nái einnig til andlegra fatlaðra. Þau lög áttu að taka gildi á þessu ári en framkvæmd þeirra hefur verið frestað til 2027.
Það er vissulega til fólk sem þráir að deyja, af ýmsum orsökum, en hvort ríkið eiga að hjálpa fólki til þess er svo annar handleggur. Eins og kemur fram í heimildamyndinni „Do You Want To Die Today" sem framleidd er af Al Jazeera þá getur skortur á stuðningi hins opinbera verið meðvirkandi þáttur. Í heimildamyndinni er sagt frá tveim einstaklingum:
Mitchell er haldinn fjölþættum geðsjúkdómum og hefur prófað öll lyf. Hann hafði vonast eftir dánaraðstoð á þessu ári en viðurkennir að fátækt og óttinn við að verða heimilislaus aftur hafi áhrif á þá löngun sína. Rosina, kom frá Malasíu og kenndi tölfræði við háskóla í Kanada. Hún fékk að deyja árið 2021 sakir langtíma verkja af völdum vefjagiktar en í bréfi sem hún skildi eftir sig segir hún að einmanleiki og fjárhagsáhyggjur hafi valdið því að hún gafst upp á lífinu. Þegar hún hafi haft félagsskap þá hafi hún oft gleymt verkjunum, sagði hún. Í heimildarmyndinni kemur einnig fram að fólki sé boðin dánaraðstoð áður en meðferðarúrræði, t.d. vegna heilablæðingar, séu fullreynd.
3 Comments on “Hættuleg þróun? Líknardráp, með eða án samþykkis”
Góð grein um slæmt mál.
hún er (þegar) gerð hérna á ÍSLANDI ! 🙁
Ég er ungur nýlega greindur krabbameinshafi með erfitt mein á erfiðum stað gefinn 1-3 ár með c.a 25-30% lífslíkur til 5 ára og er í meðferð hef ég hugsað af hverju fólk fær ekki að deyja ef það hefur ekki áhuga á að herja stríð við endalausa framtíðar óþægindi og erfiðar afleiðingar af meðferð og lyfjagjöfum þar sem er sparað og sparað og lífeyrir er svo smanarlegur að lífið er stöðugt strögl. Sú framtíðar sýn er fjárhagsáhyggjur og magaverkur og spurningin hvernig skuli lifa til næstu mánaðarmóta eru mann lifandi að drepa alla daga árið á enda. Það er ekkert líf óvinnufær eða að lifa á hverskonar bótum og hreinlega betra að drepast drottni sínum og þurfa ekki að berjast á öllum vígstöðvum íslenskra blankheita og okurverða. Opnið leiðir fyrir fólk að ljúka sínu lifi þegar það vill ef það vill það á annað borð? Óvinnufært fólk hefur einfaldlega ekki burði til að lifa af á landi sem velur að setja peninga í allt aðrar áttir en til samborgara sína sem lifa við stöðuga fátækt.