Aumingja unglingarnir – styrkjum við hegðun átröskunarsjúklinga?

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Innlent, Kynjamál1 Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Merkilegt til þess að vita að fullorðnir einstaklingar ali á vanlíðan barna sem segjast ósátt í eigin skinni. Margir ýta undir þessa vanlíðan með því að segja ,,þú ert kannski fæddur í röngum líkama” ,, þú átt eftir að velja kynið“ og styrkir með þessu barnið í vanlíðun sinni í stað þess að spyrja ,,hvernig getum við ráðið bót á því?” ,,við þurfum að ígrunda málið.”

Börnum, sem eru ósátt við eigin líkama, er talin trú um að þau séu í vitlausum líkama (þó það hafi aldrei prófað annan líkama) og þannig heldur fullorðið fólk áfram að brjóta sjálfsmynd og hugsanir barns niður. Þetta á sérstaklega við unglinga sem allt í einu verða ringlaðir með líkamann á kynþroskaskeiðinu.

Myndir þú segja við barn sem glímir við átröskun ,,já þú ert svo feit/ur að þú þarft í megrun?” Skyldi nokkur fullorðin styrkja hegðun barns sem glímir við átröskun. Efa það. Sá hinn sami myndi vilja hjálp fyrir barnið.

Fólk sem glímir við átröskun, sér sig öðruvísi í speglinum.

Marianna Brettgjerd undrast að opinber síða sem ungt fólk leitar til rugli börn í ríminu í stað þess að segja þeim sannleikann um kynin, sem eru tvö.

,,Ringluð 17 ára stúlka hefur samband við ung.no (síða fyrir ungt fólk)  og spyr hvernig hún viti hvaða kyn hún er.

Og hvaða svar fær hún?

Jú með því að fara í gegnum samtöl og könnunarleiðangur um kynin getur maður fundið út hvort maður er kona eða karl eða jafnvel eitthvað ,,mitt á milli.

Sem sagt hefur líffræðin ekkert um það að segja hvort kynið maður er!

Er nokkur furða að upprennandi kynslóð glími við andlega vanlíðan þegar hún lærir ekki lengur grundvallarsannindi um raunveruleikann?

Viðurkenni að slíkt gerir mig órólega segir Marianna.

Til ykkar þarna úti: Verið góð fyrirmynd. Talið um raunveruleikann, ekki hoppa á lygarnar sem fljúga um samfélagið. Unglingarnir okkar eiga það skilið.”

Í athugasemdum við færsluna segir Marianna það kýrskýrt að við skilgreinum kynin eftir karlkyni og kvenkyni. Það er ekkert sem heitir mitt á milli. Við eigum að vera skýr í fræðslu okkar til barna og unglinga, líffræðin stjórnar kyni.

Í annarri athugasemd segir hún; ,,Mikilvægt í þessu samhengi: Greining á sumu krabbameini á bara við um kynin, karlar fá krabba í blöðruhálskirtil en konur legkrabba.“  Alveg sama hvað fólk skilgreinir sig, kynin eru tvö og geta ekki verið færri eða fleiri.

Hér má sjá svarið til ungu stúlkunnar. Ljóst í mínum huga, kæra á opinbera stofnun sem lýgur blákalt að börnum.

One Comment on “Aumingja unglingarnir – styrkjum við hegðun átröskunarsjúklinga?”

  1. Woke hugmyndafræðin er að styrkja sína stöðu með því að prógramma leikskóla og barnaskóla börnin okkar til rangra hugsana og efasemda um hvað það er og,hvers kyns þau eru. Það eru bara til tvö kyn og það munu aldrei vera til fleyri kyn. En það munu hinsvegar ávallt vera til andlega veikir einstaklingar með ýmsar ranghugmyndir og efasemdir um sjálft sig eða aðra og ýmsar afkáranlegar hugmyndir en það fólk sem gengur heilt til skógar. Þannig fólk þarf að senda til viðeigandi meðferða hjá sálfræðingum geðlæknum eða viðeygandi stofnunum til að finna lausn á þeirra málun. Það á að vinna með fólkið með ranghugmyndirnar en ekki að þvinga þær ranghugmyndir ofan í varnarlaus leikskólabörn og óhörnuð ungmenni þessa lands með þeim ofbeldislægu aggresívu trans woke aðferðum sem viðgangast hérlendis.

Skildu eftir skilaboð