Arnar Sverrisson skrifar:
Fyrir nokkrum mánuðum síðan lést bandaríski blaðamaðurinn, Gonzalo Lira, í fangelsi Úkraínumanna. Það þótti ekki merkileg frétt á Vesturlöndum. Gonzalo hafði dirfst að flytja fréttir frá Úkraínu, sem yfirvöldum þóttu óæskilegar.
Það var ekki síður sorglegt, að Alexei Navalny, hafi látist nýlega í rússnesku fangelsi. Bjarni Benediktsson, utanríkismálastjarna vor, lýsti því samstundis yfir, að rússnesk yfirvöld, Vondi-Valdimar, væri ábyrgður fyrir dauða hans. Sama gerði goð Bjarna og véfrétt, Jósef Biden.
Öllum, sem fylgst hafa með heimsmálunum, ætti að vera ljóst, að Alexei sálugi hafi verið málaliði M16 og CIA, og einn leiðtoga svokallaðra litaskrúðsbyltinga (color revolution) fyrrgreindra þjóða (og Vesturlanda) í Afríku, Austur-Evrópu og Vestur-Asíu, m.a. í Úkraínu, Georgíu og Hvíta-Rússlandi.
Söguþráðurinn er sá sami og við eiturbyrlun MI6 á rússneskum stjórnarandstæðingum, sbr. Sripal feðginin, Yulia og Sergei, í Englandi, þ.e. Vondi-Valdimar vill losa sig við andstæðinga. Sá Vondi hló nú reyndar hæðnislega að þessum áskökunum á sínum tíma og þótti lítið gert úr morðhæfni rússnesku leyniþjónustunnar.
Þegar allt kemur til alls, hafði Alexei sálugi afar takmörkuð áhrif í Rússlandi. Stundum var áróður hans eins og t.d. um einkahöll Vonda-Valda, bara broslegur. Þetta áróðursbragð ku hann hafa úthugsað með leyniþjónustuvinum sínum á sjúkrabeði í Þýskalandi. En þangað leyfðu rússnesk yfirvöld honum að fara, eftir fyrstu eitrun, sem misheppnaðist.
Vissulega á Valdi sínar vondu hliðar. En heimskur er hann varla, ber reyndar af öðrum stjórnmálamönnum á alþjóðavettvangi fyrir þekkingu, prúðmennsku, stjórnkænsku, rökvísi og samningsvilja.
En þó! Hann lét blekkjast af fagurgala nafna síns Zelensky, Emmanuel Macron og Angelu Merkel. En tæpast er Valdi svo skyni skroppinn að drepa andstæðing sinn svo lúalega og auglýsa, rétt fyrir kosningar – eða hvað?
Áróðursgildi dauðra útsendara og flugumanna er stundum meira en gjörningar þeirra í lifenda lífi. Þeir verða píslarvottar. Ætli það eigi við um Alexei?
Ætli það sé tilviljun, að dráp Alexei eigi sér stað, skömmu eftir viðtal Vonda-Valda við Tucker Carlson átti sér stað? Ríkisstjórnum Vesturlanda tókst ekki að múlbinda þá. En eins og kunnugt er telja þau boðskap Rússa og Tucker afar óhollan fyrir sálarlíf okkar.
Ætli það sé líka tilviljun, að Alexei sé drepinn rétt í þann mund, að stríðsfrúr Vesturlanda hittast til skrafs og ráðagerða um það einu sinni enn, hvernig megi klekkja á Rússlandi? Svo einkennilega vildi einnig til, að ekkja Alexei, Yulia, var kvödd til leiks, og er að eigin sögn staðráðin í að taka að sér hlutverk eiginkarlsins.
Gilbert Doctorow velkist ekki í vafa um sök. Bretar drápu Alexei, segir hann.
Fleiri heimildir með greininni má finna hér.