Kanadískur skurðlæknir gagnrýnir skurðaðgerðir á fólki sem segist vera trans

EskiAukaverkanir, Heilbrigðismál, Hinsegin málefni, TransmálLeave a Comment

Kynskiptaskurðlæknir hefur opinberað hættuna af transaðgerðum og varar við illa þjálfuðum læknum sem skilji eftir sjúklinga með dauða vefi, og aðra „ógnvekjandi fylgikvilla“.

Daily Mail segir frá.

Dr. Alex Laungani, læknir við Metropolitan Center Of Surgery í Kanada, ljóstraði upp um „frekar slæman“ árangur kynskiptaaðgerða á meðan hann ávarpaði samstarfsmenn sína á þingi sem var haldið af alþjóðlegu translækningasamtökunum WPATH.

Þingið var tekið upp og fékkst birt eftir beiðni frá Daily Caller News Foundation.

Fleiri leysa frá skjóðunni – í kaffistofutali en ekki við fjölmiðla

Laungani bætist við sístækkandi lista heilbrigðisstarfsmanna sem hafa gagnrýnt meðferðirnar opinskátt innan starfstéttarinnar. Svona gagnrýni er iðulega beisluð þannig að hún fái ekki að koma upp á yfirborðið í almannarýminu.

Laungani, heilsugæslustöð hans í Montreal og WPATH hafa ekki viljað tjá sig beint við málið við fjölmiðla.

Sértrúarsöfnuður sem reiðir sig á ótta

Talsmenn þessara transmeðferða segja að þær séu lífsnauðsynlegar meðal hóp sem þeir segja séu í aukinni sjálfsvígshættu – þvert á allar rannsóknir og þvert á alla tölfræði. Þessar aðgerðir að fjarlægja brjóst og breyta kynfærum hjálpa transfólki að lifa ,,sem sitt raunverulega sjálft“.
En gagnrýnendur vara við að þetta hegðunarmynstur bendir til þess að um sértrúarsöfnuð sé að ræða, þar sem sífellt fleiri transfólk „kemur út“ og fer í áhættusamar, óafturkræfar og ógagnreyndar meðferðir, á meðan WPATH og öðrum læknahópum er í gíslingu hugmyndafræðinga sem ýta undir kærulausar og vanhugsaðar kröfur til heilbrigðiskerfisins og yfirvalda.

Í myndbandinu segir Dr. Laungani að sífellt fleiri heilsugæslustöðvar séu að koma til móts við vaxandi fjölda transsjúklinga, og vegna vaxtaverkja þá kemur fyrir þjálfun og þekking sé ábótavant. Það kemur niður á gæði þjónustunnar.

Dr. Laugani við störf. Mynd: Facebook

Tilraunastarfsemi sem heppnast ekki

Aðgerðir á kynfærum heppnast nær undantekningalaust ekki í fyrstu og annarri tilraun svo eitthvað sé nefnt. Skurðaðgerðirnar skilja fólk eftir í sárum, ófrjótt, án kynhvatar og jafnvel án þess að geta stjórnað hægðum og þvagi.

Fyrirlestur Laungani var hluti af fræðsluröð sem tekin var upp í september 2022 fyrir lækna sem sækjast eftir vottun frá WPATH, sem er álitið æðsta yfirvald á heimsvísu í kynstaðfestri umönnun, eins og það er þekkt. Landlæknir á Íslandi styðst við tilmæli frá WPATH.

WPATH verður í auknum mæli undir gagnrýni fyrir að stuðla að transaðgerðum sem gagnrýnendur segja að séu tilraunastarfsemi, hættuleg og framkvæmd á sjúklingum sem þurfa bara ráðgjöf og úrlausn undirliggjandi andlegra veikinda.

Kynstaðfestandi meðferðir eins og þær kallast meðal aktívista og heilbrigðisstarfsmanna

Myndband Laugani gefur til kynna að þessi iðnaður er afar hagnaðardrifinn og skilar himinháum tekjum í vasa skuðrlæknanna og heilbrigðisgeirans.

Marci Bowers, transkona og skurðlæknir,og forseti WPATH, opinberaði hvernig kynþroskablokkarar gerðu börn og ungmenni ófær um að fá fullnægingu á fullorðinsaldri á málstofu í Duke háskóla árið 2022.

Fréttin fjallaði um það í október sama ár.

Skildu eftir skilaboð