Séra Bjarni Karlsson vill verða biskup, en hann hefur látið sig mikið varða umhverfis, loftslags og flóttamannamál undanfarin ár.
Snorri Másson fjölmiðlamaður, minnir á tveggja ára gamalt viðtal í Silfrinu á RÚV þar sem rætt var um útlendingamál og málefni þjóðkirkjunnar. Snorri fer yfir málið á vefsíðu sinni Ritstjóri.is, þar sem hann rifjar upp þegar Bjarni Karlsson var svo mikið niðri fyrir að hann greip fram í fyrir honum.
Snorri sem einnig er íslenskufræðingur að mennt, veltir fyrir sé í þættinum, hversu alvarlegar afleiðingar þróunin hér á landi innflytjendamálum, geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir tungumálið okkar. Snorri segir að í ljósi þróunar þá sé hann ekki viss hvort að íslenskan muni lifa af og að bætir við að þurfi að fara fram umræða um íslenskuna, ekki bara í ljósi flóttamanna.
Samtök atvinnulífsins, spá því að hingað komi á næstu þremur árum, tuttugu þúsund starfsmenn. Börnin eru föst í tækjum sem eru öll á ensku og börn séu ekki eins vel íslenskumælandi og fyrir 20-30 árum.
Snorri segir að metnaður á meðal innflytjenda til að læra íslenska tungu sé ekki mikill, og svörin séu oft á þá leið, að hér tali hvor sem er allir ensku, og því hvatinn ekki mikill.
„Ég held að við getum rifist hérna í allan dag um alls konar pólitísk mál, hversu margir flóttamenn verða hérna eða hver hagvöxturinn verður eða alls konar einhverja smávægilega tölur. Ég held að enginn hugsi um það eftir fimmtíu eða hundrað ár. Ég held að það eina sem við munum vita hvernig við fórum með tungumáli okkar,“ segir Snorri.
Séra Bjarni grípur fram í
Fyrirgefðu, ég held ég verði að andmæla þessu, segir Bjarni:
„Við lifum í veröld þar sem eru tvö stór vandamál eftir fimmtíu ár. Þá erum við ekki að spyrja okkur hvort hér sé þurfi að tala íslensku. Við verðum að spyrja okkur hvort börnin okkar eigi framtíð yfir höfuð á þessum hnetti. Já, það er áhyggjuefnið. Við getum ekki setið hérna og talað um jafnalvarlegt mál og flóttamannavandann og farið að tala um íslenskukennslu og kunnáttu í íslensku,“ segir séra Bjarni.
Ritstjórinn svarar andmælum Bjarna virðist gera lítið úr íslenskri tungu og gefur í skyn að íslenskan verði að falla í skuggann á flóttamannavandanum og vistkerfinu, klippuna má sjá hér neðar:
One Comment on “Bjarni Karlsson vill verða biskup: „vistkerfisvandinn og flóttamannamál mikilvægari en Íslensk tunga“”
Svíþjóð virðist vera að detta í borgarastyrjöld þessi misserin. Fíkniefni, morð og nauðganir eru hið nýja norm í Svíþjóð sem mörgum öðrum Evrópulöndum. Eitt er víst að þetta versnar bara með auknum innflytjendastraum. Hvernig væri að ræða takmarkani á barneignum við þessar þjóðir sem vilja flykkjast yfir til Evrópu í stríðum straumum. Þetta er hálfgerð martröð.