Gústaf Skúlason skrifar:
Óánægja meðal pólskra bænda fer vaxandi og mótmælin stigmagnast. Bændurnir hafa notað dráttarvélar sínar til að hindra vörubíla í að keyra inn eða út úr Póllandi við landamærastöðvar að Úkraínu, Slóvakíu og Þýskalandi. Nýlega var úkraínsku korni hellt úr átta vöruflutningavögnum á götuna.
Þýskir og pólskir bændur mótmæla pólsku megin við A2 hraðbrautina við landamærastöðina við Þýskaland. Þeir krefjast þess að núverandi loftslagsstefnu ESB, sem er ekkert annað en gröftur grænnar grafar Evrópu, verði tafarlaust hætt. Einnig vilja þeir að tollfrjálsum innflutningi landbúnaðarafurða frá Úkraínu til ESB verði hætt. Bændurnir kröfðust að fá að ræða við Donald Tusk forsætisráðherra Póllands. En ríkisstjórnin hafði engan áhuga á bændum vegna funda með Justine Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
🇵🇱 #PolishFarmers block the border, no passage for trucks and cars to #Germany#Poland #Bauern #FarmersProtest #Warsaw #Polish #Farmers #Rolnicy #Polscy #Polska #RolnicyPolscy pic.twitter.com/P9VJCQQLLP
— Gabriele M. (@Gabriele_M24) February 25, 2024
Taprekstur landbúnaðarins
Bændur vekja athygli á taprekstri í öllum greinum landbúnaðarins. Bændurnir kalla m.a. eftir beingreiðslum á styrkjum frá ESB. Þeir benda einnig á að ástandið geti orðið afar slæmt í vor vegna skorts á tekjum til kaupa nauðsynleg aðföng til landbúnaðarframleiðslu og skorts á kornkaupendum. Að sögn bændasamtaka eru enn til allt að 20 milljónir tonna af korni í geymslum frá síðasta ári. Verð á landbúnaðarvörum í Póllandi hefur hrunið í verð sem var fyrir meira en 25 árum síðan. Í september 2023 tilkynnti ESB um tollfrjálsan innflutning á úkraínskum landbúnaðarvörum sem gerir ESB-bændum erfitt fyrir að keppa við úkraínska bændur.
Langur biðtími
Ástandið er erfitt fyrir vörubílstjóra sem ætla að keyra til Úkraínu um austurhluta Póllands. Við landamærastöðina í Dorohusk er biðröð vörubíla 14 kílómetra löng. Við landamærastöðina í Hrebenne bíða um 400 flutningabílar að meðaltali í fimm daga eftir að komast yfir landamærin. Vegna mótmælanna hefur Donald Tusk lagt fram reglugerð um að landamærastöðvar, aðgangsvegir og járnbrautarteinar eru núna mikilvægir innviðir landsins.
Samtímis hafa aðgerðarsinnar hellt niður korni úr átta úkraínskum flutningavögnum. Það er í fjórða skiptið á einni viku sem einhverjir hella niður úkraínskum landbúnaðarvörum í tengslum við bændamótmælin í Póllandi.
🤬160 tons of Ukaine agricultural products are just lying on the ground.
How long will the government and the Polish police allow this vandalism to continue?
⚡️В In Poland, "unknown criminals" opened 8 railcars and poured out Ukrainian corn
At the moment, this is the largest… pic.twitter.com/EKbibMFAsz— Katerina Horbunova (@blue_eyedKeti) February 25, 2024
These pictures show 160 tons of destroyed Ukrainian grain. The grain was in transit to the port of Gdansk and then to other countries.
The fourth case of vandalism at Polish railway stations. The fourth case of impunity and irresponsibility.
How long will the government and… pic.twitter.com/fMVdtBgl3i— Oleksandr Kubrakov (@OlKubrakov) February 25, 2024
Vænta má víðtækari mótmæla
Bandalag verkalýðs- og landbúnaðarsamtaka (OPZZ RIOR), sem er aðalskipuleggjandi bændauppreisnarinnar á landsvísu í Póllandi, skoraði einnig á bændur að taka þátt í nýrri dráttavélalest í áttina að Varsjá. Talið er að um 50.000 bændur taki þátt í mótmælunum í höfuðborginni sem fóru fram í gær og verður sagt frá í annarri grein. Uppreisn bænda mun halda áfram þar til fallist verður á kröfur bænda.