Gústaf Skúlason skrifar:
Þýski sósíaldemókrataleiðtoginn Olaf Scholz er ekki í svo miklu uppáhaldi hjá landsmönnum sínum. Núna hefur honum einnig tekist að gera bæði Bretland og Frakkland æf af reiði, eftir að hann notaði leynilegar upplýsingar sem geta alvarlega skaðað bæði löndin.
Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, hefur aleinum tekist að skaða samband Þýskalands við bæði Frakkland og Bretland. Að sögn Handelsblatt hefur það haft alvarlegar afleiðingar að Scholz talaði opinberlega um hernaðarlegar viðkvæmar upplýsingar.
Uppljóstraði um hernaðaríhlutun Breta og Frakka í Úkraínu
Scholz studdist við leyniskjöl um breska og franska hermenn í Úkraínu til að útskýra af hverju Þýskaland myndi ekki senda „Taurus“ sprengjueldflaugar til Úkraínu. Zelenskí hefur þráfaldlega heimtað slíkar til að skjóta skotmörk inni í Rússlandi. Samkvæmt leynigögnunum aðstoða bæði breski og franski herinn Úkraínu við að skjóta stýrisprengjuflaugum á rússnesk skotmörk. Í umræðunni um, hvort Þýskaland eigi að senda Taurus sprengjueldflaugar til Úkraínu sagði Scholz „að ekki væri hægt að veita þá markleiðsögn og eftirlit í Þýskalandi eins og Bretar og Frakkar gera.“
Ólíkt Bretlandi og Frakklandi verður þýska þingið að veita samþykki sitt fyrir því að senda herlið. Sú staðreynd að hin tvö löndin hafa þegar hermenn í Úkraínu eru leynilegar upplýsingar sem Scholz fékk að vita af í trúnaði.
Gengur gegn opinberum yfirlýsingum
Undanfarna daga hefur verið mikil umræða í Evrópu um hvort einstök aðildarríki Nató eigi að senda hermenn til Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók upp spurninguna á paníkfundi með heryfirvöldum nokkurra Evrópuríkja í París nýlega.
Bretar hafa opinberlega mótmælt því að senda hermenn til Úkraínu en vegna yfirlýsingar Scholz, hefur það núna verið gert opinbert, að hermenn þeirra taki þegar þátt í Úkraínustríðinu. Hversu margir breskir og aðrir vestrænir hermenn eru í Úkraínu er haldið leyndu. Sagt er að þeir séu ekki á sjálfum vígvellinum heldur aðstoði við tækni og njósnir. Heimildarmenn Nató fullyrða við Handelsblatt, að hernaðarsamstarf Breta við Úkraínu sé orðið mjög umfangsmikið.
Hneykslismálið hefur leitt til krafna um afsögn Scholz í Þýskalandi og hruns trausts á Nató.
Looks like Scholz cares as little (or even less) for his UK allies as he does for the French. Silver lining nonetheless: he's unwittingly helping to break the taboo on the presence of NATO-member forces in 🇺🇦 https://t.co/frBURIvrlm
— François Heisbourg (@FHeisbourg) February 29, 2024