Enn eitt hernaðarhneykslið skekur Þýskaland

frettinErlent, Gústaf Skúlason, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Símhlerunarhneyksli skekur Þýskaland. Lekið hefur verið samtölum á milli herforingja landsins, sem afhjúpa áform um að ráðast á Krímbrúna með þýskum flugskeytum. Staðfest hefur verið að upptökurnar eru ekta. Núna krefst Rússland trúverðugra skýringa á því sem kemur fram á upptökunum.

Rússar segjast hafa hlerað samtöl milli yfirmanna þýska flughersins „Luftwaffe“ sem ræddu árásir á Úkraínu og önnur hernaðarmál í tæpar 40 mínútur. Var þar meðal annars rætt um, hvernig best væri að aðstoða Úkraínu við árás á Krímbrúna, sem tilheyrir Rússlandi. Til að koma í veg fyrir að það spyrðist út að Þýskaland stæði að baki slíkri árás, þá stakk einn herforinginn upp á því að nota staðgengla sem töluðu með amerískum hreim.

Það vekur einnig athygli, að herforingjarnir ganga út frá því, að Úkraína noti fljótlega þýskar Taurus spregjuflaugar, þrátt fyrir þýska þingið hafi ekki samþykkt neinar slíkar sendingar. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur ítrekað beðið Þýskaland um slíkar sprengjuflaugar. Einnig fram að bæði bandarískur og breskur her eru nú þegar að störfum í Úkraínu.

Rússar krefjast skjótra svara

Samkvæmt sænsku Frelsisfréttinni, þá krefst talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zacharova, skýringa frá Þýskalandi:

„Við krefjumst skýringa frá Þýskalandi. Berlín verður að koma með þær tafarlaust. Tilraunir til að komast hjá svörum verða túlkaðar sem viðurkenning.“

Skildu eftir skilaboð