Orbán: Yfirráðum Vesturlanda er lokið – ný heimsskipun í mótun

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Ofurveldi vesturveldanna í heiminum er að líða undir lok. Það er enginn vafi á því lengur, fullyrðir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Hungary Today greinir frá.

Eftir hið hörmulega misheppnaða staðgengilsstríð vestrænu elítunnar í Úkraínu, þá er það hafið yfir allan vafa, að yfirráðum Vesturlanda í heiminum er að ljúka. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði á þriðjudag:

„Yfirráðum Vesturlanda er lokið. Enginn efast um þetta í dag, því gögn sýna það greinilega.“

Ný heimsskipun í mótun

Þess í stað er „ný heimsskipun“ að myndast og hvað það hefur í för með sér verður að meta stöðugt og greina, bendir Orbán á. Að sögn ungverska leiðtogans er hagkerfi heimsins núna skipt í mismunandi blokkir, sem mun þýða gífurlegan þrýsting á ríki eins og Ungverjaland sem leggja áherslu á eigið fullveldi.

Orbán útskýrði enn fremur, að besta lausnin fyrir Ungverjaland er að vera ekki hluti neinnar blokkar, þó að Ungverjaland geti áfram verið hluti af ESB og Nató. Hann sagði:

„Af þessum sökum munum við styrkja bandalag okkar við önnur fullvalda ríki.“

Vegna hinnar nýju heimsskipunar verða sendiherrar Ungverjalands að lyfta því fram sem gerir Ungverjaland farsælt, í stað þess að einblína á pólitískan ágreining. Utanríkisráðherra Ungverjalands, Péter Szijjartó, skrifar í færslu á Facebook, að breytingarnar í heiminum gera það að verkum, að Ungverjaland þarf að gæta þjóðarhagsmuna sinna á enn „skilvirkari hátt“ en áður.

Skildu eftir skilaboð