Ísrael keppir í Eurovision: brot úr laginu „Hurricane“ lekið á internetið

frettinErlent, TónlistLeave a Comment

EBU (Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva) hafa veitt Ísrael leyfi til að taka þátt í Eurovision eftir landið breytti bæði nafni og texta lagsins sem verður framlag þeirra í ár.

Lag Ísrael hét áður October Rain og var talið að titillinn og texti lagsins væri skírskotun í árásir Hamas 7. október, þar sem rúmlega 1.100 voru drepnir. Það þótti of pólitískt og gegn reglum Eurovision og höfðu talsmenn EBU gefið það í skyn að framlag Ísrael fengi ekki að vera með vegna þess.

Lagið heitir nú Hurricane og er það áfram ísraelsk-rússneska söngkonan Eden Golan sem mun flytja það.

Ísraelska ríkissjónvarpið vildi fyrst ekki að textanum yrði breytt en varð við því eftir að Isaac Herzoc, forseti landsins fór sérstaklega fram á það.

EBU hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það staðfesti að framlag Ísrael uppfyllti kröfur samtakanna og hefði því leyfi til að keppa fyrir hönd landsins í keppninni sem fer fram í Malmö í Svíþjóð í maí.

Brot úr laginu hefur verið lekið á internetið og hægt að hlusta á hér neðar:

Skildu eftir skilaboð