Mótmælendur á 1. maí lentu í átökum við óeirðalögregluna í París

Gústaf SkúlasonErlentLeave a Comment

Um allan heim safnast verkalýðsfélög og vinstri menn almennt saman til að fagna alþjóðlegum verkamannadegi og þá með sömu gömlu þreyttu slagorðunum og sömu gömlu blekkingu um að stéttastríð muni leiða til alræðis öreiganna. Frakkar sem kalla ekki allt fyrir ömmu sína í þessum málum söfnuðust 1. maí samkvæmt venju og í París kom til stympinga við lögregluna eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum á X-inu. 

Eins og venjulega varð „Borg ljóssins“ – París, sem undirbýr sig í óða önn  fyrir að halda sumar ólympíuleikana, fljótt slagsmálavettvangur milli mótmælenda og óeirðalögreglunnar.

Árleg ganga verkalýðsfélaganna í miðborg Parísar breyttist fljótlega í uppþot og átök brutust út milli mótmælenda og lögreglunnar. Sumir mótmælenda virtust bara vera komnir til að slást við lögregluna. Nokkrir æstir óeirðaseggir kröfðust þess, að Emmanuel Macron Frakklandsforseti yrði líflátinn af aftökusveit. Ekki er vitað hvort litli kóngurinn „Le Petit Roi“ muni gera hlé á stríðsáróðri sínum svo sem í eina mínútu til að samþykkja og fylgja kröfum mótmælenda..

Að lokum voru um 45 manns handteknir í París í „að mestu leyti friðsælum“ mótmælum. Yfirvöld sögðu að um 121.000 þátttakendur víðs vegar um Frakkland hefðu tekið þátt en stærstu verkalýðssamtök Frakklands, CGT, tilkynnti að yfir 210.000 manns hafi mótmælt víða um land.

Allt að 12 óeirðalögreglumenn særðust og voru fluttir á sjúkrahús.

Ef veitt væru Ólympíuverðlaun fyrir glundroða og óeirðir má búast við að Frakkar ynnu gullið…

Aðeins eru um 100 dagar, þar til sumar Olympíuleikirnir hefjast í Frakklandi.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð