Forsetakosningar 2024

frettinInnlent, KosningarLeave a Comment

Kæru lesendur,

Nú er komið að síðasta degi fyrir kosningar.  Við á Fréttinni þökkum öllum þeim frambjóðendum sem komu í viðtal til okkar. Aðrir frambjóðendur svöruðu ekki fyrirspurn okkar og/eða höfnuðu famboðsviðtali þau Baldur Þórhallsson, Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr.

Halla Hrund svaraði fyrirspurninni á þann veg að hún væri fullbókuð út vikuna en myndi reyna að koma tíma að, því miður náðist það ekki, en þökkum við fyrir svarið.

Frettin.is er frjáls og óháður miðill sem vill ekki láta sitt eftir liggja í þjóðafélagsumræðunni. Við þökkum því öllum sem hafa lagt okkur lið.

Fréttin sendi öllum þeim frambjóðendum sem hafa heimasíðu og netfang boð um framboðsviðtal, og þökkum við þeim kærlega fyrir að leyfa okkur og lesendum að kynnast sér betur, þeir frambjóðendur eru nefndir hér eftir stafrófsröð ásamt hlekk á viðtölin:

Arnar Þór Jónsson

Ástþór Magnússon

Eiríkur Ingi Jóhannsson

Halla Tómasdóttir

Fréttin hvetur alla landsmenn til að fara á kjörstað og nýta sinn lýðræðislega kosningarétt, hér neðar er hægt sjá kjörstaði í Reykjavík og hér er hægt að finna þinn kjörstað um land allt.

Kjörstaðir í Reykjavík:

  • Álftamýrarskóli, 2 kjördeildir
  • Árbæjarskóli, 6 kjördeildir
  • Borgarbókasafnið Kringlunni, 2 kjördeildir
  • Borgaskóli, 4 kjördeildir
  • Breiðagerðisskóli, 4 kjördeildir
  • Breiðholtsskóli, 3 kjördeildir
  • Dalskóli, 2 kjördeildir
  • Foldaskóli, 5 kjördeildir
  • Fossvogsskóli, 3 kjördeildir
  • Frostaskjól, 4 kjördeildir
  • Hagaskóli, 5 kjördeildir
  • Hlíðaskóli, 4 kjördeildir
  • Höfðatorg, 2 kjördeildir
  • Ingunnarskóli, 4 kjördeildir
  • Íþróttamiðstöðin Austurbergi, 5 kjördeildir
  • Kjarvalsstaðir, 4 kjördeildir
  • Klébergsskóli, 1 kjördeild
  • Laugalækjarskóli, 5 kjördeildir
  • Norðlingaskóli, 2 kjördeildir
  • Ráðhús, 8 kjördeildir
  • Rimaskóli, 3 kjördeildir
  • Vesturbæjarskóli, 2 kjördeildir
  • Vogaskóli, 6 kjördeildir
  • Ölduselsskóli, 6 kjördeildir

Kjörstöðum lokar kl.21 laugardaginn 1. júní 2024.

Bestu kveðjur
[email protected]

Skildu eftir skilaboð