Ingu Sæland varð heitt í hamsi í sjónvarpssal

frettinInnlendarLeave a Comment

Ingu Sæland varð heldur betur heitt í hamsi vegna málefna öryrkja og aldraðra í sjónvarpssal Stöðvar 2 í kappræðum formanna stjórnmálaflokkana í gærkvöldi.

Inga sagðist vera gjörsamlega orðlaus yfir því að hver silkihúfan kæmi uppá fætur hvor annarri í þessari kosningabáráttu. ,,Þetta er fólkið, þetta er mannanna verk þessi staða sem fátækt fólk býr við núna og benti svo á Bjarna Benediksson og Katrínu Jakobsdóttur í því samhengi og sagði, ,,það er þessara manna verk að við erum í þesssari stöðu, ég hef skömm á svona málflutning eins og ykkar,“ bætti Inga við.

Heimir Már spyr þá Ingu, hvað þarf að gera til að bæta stöðu þessa fólks?

Það þyrfti að standa við loforð, þótt það væri ekki nema brotabrot sagði Inga. Hún sagði svo, við höfum það öll nokkuð gott, misjafnlega vel. Við höfum fengið möguleika á því að bæta kjör allra, og verkefni okkar stjórnmálamanna er alltaf einmitt að bæta hag þeirra sem verst hafa. Þar getum við alveg gert betur og eigum að leggja áherslu á það á næsta kjörtímabili.

„Hvers lags eiginlega froðuflóð er að flæða hér um allar koppagrundir?“ sagði Inga.

Innslagið af kappræðunum var birt á Visi og má sjá hér að neðan


Image

Skildu eftir skilaboð