Áfram var mótmælt í Austurríki í dag þrátt fyrir útgöngubann

frettinErlent

Um 44 þúsund manns tóku þátt í mómtælum enn eina helgina í Austurríki þrátt fyrir útgöngubann í landinu.

Frelsisflokkur Austurríkis (FPO) var einn þeirra sem hvatti til samkonunnar í miðborg Vínar í dag til að fordæma opinbera COVID-19 stefnu stjórnvalda þar á meðal útgöngubann og skyldubólusetningu fyrir allar 14 ára og eldri.  Fólkið kom saman klukkan 12:00 á Heldenplatz.

Frelsisflokkurinn sagði í tilkynningu:

,,Þó að líklegt sé að atburðurinn verði án meiriháttar vandamála eru einhverjir árekstrar mögulegir. Vinstri sinnaðir hópar gætu efnt til gagnmótmæla gegn aðkomu hægri sinnaðra FPO. Átök eru möguleg ef mótmælendur reyna að rjúfa girðingar lögreglunnar eða ef gagnaðilar komast nálægt. Þó að ólíklegt sé að nærstaddir verði skotmark í átökum, gætu þeir staðið frammi fyrir verulegri ógn.

The Guardian sagði frá.

Á myndinni með þessari frétt sem tekin var í Vínarborg í dag má sjá skilti þar sem á stendur:

Sá sem fórnar frelsinu í þágu öryggis glatar að lokum hvorutveggja.

Myndband á Twitter frá viðburðinum má sjá hér. Mótmælt var á fleiri stöðum í dag, m.a. Lúxemborg þar sem vatnsdælan var látin sprauta á mannskapinn, sjá hér.