Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá því í dag að Joe Biden Bandaríkjaforseta, syni hans Hunter Biden, auk fjölda annarra háttsettra bandarískra embættismanna verði meinað að koma til Rússlands.
Aðgerðirnar eru svar Rússa við refsiaðgerðum Bandaríkjanna.
Bannið nær einnig yfir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Lloyd Austin varnarmálaráðherra.
Í tilkynningunni kemur fram að þessar aðgerðir Rússa séu „afleiðingar mjög öfgafullrar stefnu gegn Rússum sem núverandi bandarísk stjórnvöld standa fyrir.“
Á bannlistanum sem sjá má hér neðar eru einnig núverandi og fyrrverandi embættismenn. Utanríkisráðuneytið segir að fleiri embættismenn verði settir á listann, auk fjölmiðlafólks, yfirmanna hersins og fleiri.
- Formaður sameiginlegu starfsmannastjóranna Mark Milley, hershöfðingi
- Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins
- Bill Burns, forstjóri CIA
- Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
- Daleep Singh, staðgengill þjóðaröryggisráðgjafa
- Samantha Power, forstjóri USAID
- Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra
- Adewale Adeyemo, aðstoðarfjármálaráðherra
- Reta Jo Lewis, stjórnarformaður EXIM bankans