Bandaríkin byrjuð að vopnbúa Úkraínu í desember – 70 milljarðar í hernaðaraðstoð

frettinErlent1 Comment

Trúnaðarskjöl frá Pentagon sýna að Bandaríkin höfðu þegar afhent Úkraínu mikið magn af vopnum og hergögnum í lok síðasta árs, tveimur mánuðum fyrir innrás Rússa.

Að sögn heimildarmanns innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins hafa kerfisbundnar sendingar staðið yfir miklu lengur en það.

Eftir að hafa skoðað leynileg bókhaldsskjöl greindi Washington Post frá því að frá síðustu áramótum hafi Bandaríkin verulega aukið sendingar af vopnum og hergagnabúnaði til Úkraínu.

Samkvæmt skjalinu, sem kemur frá Pentagon, hefur Washington frá því í desember 2021 vopnbúið stjórnvöld í Kænugarði meðal annars með haglabyssum, sérhönnuðum hlífðarbúningum og öðrum búnaði sem gagnlegur er fyrir bardaga í þéttbýli.  Afhendingin fór því fram meira en tveimur mánuðum áður en innrás Rússa hófst.

Undanfarnar vikur hefur afhending aukist mjög og má þar meðal annars nefna Stinger loftskeyti og skriðdrekavopn. Washington Post segir að listinn sýni greinilega hvernig Biden-stjórnin hafi „undirbúið úkraínska herinn til að heyja stríð gegn Rússlandi.“

Washington hefur nú þegar veitt Úkraínu 240 milljónir dollara af 350 milljónum (54 millarðar kr.) í hernaðaraðstoð sem samþykkt var í lok febrúar. Þetta kemur til viðbótar við 200 milljónir dollara (26 milljarðar kr.) hernaðaraðstoð sem Washington veitti landinu í lok desember á síðasta ári og sendi sprengjuvörpur, haglabyssur og annan herbúnað.

Að sögn ónefnds háttsetts bandarísks varnarmálafulltrúa, sem Washington Post vitnar í, hefur afhending vopna til Kyiv  verið „óslitið ferli.“

„Við skoðum alltaf, alltaf hvað Úkraína þarf, og við höfum gert þetta í nokkur ár núna,“ sagði varnarmálafulltrúinn.

„Eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu höfum við flýtt ferlinu og talað við Úkraínumenn daglega, öfugt við þá óreglulegu fundi sem við áttum með þeim fyrir stríðið.“

Heimild.

One Comment on “Bandaríkin byrjuð að vopnbúa Úkraínu í desember – 70 milljarðar í hernaðaraðstoð”

  1. NATO ríkin hafa í minnst átta ár, staðið að stanslausum stríðsundirbúningi í Úkraínu, og svo er allri skuldinni skellt á Rússa.
    NATO er ekki lengur friðarbandalag, þóttt því sé haldið að fólki.
    Þetta stríð á að stöða tafarlaust, og semja frið, og ganga að kröfum Rússa sem eru mjög sanngjarnar og eðlilegar.

Skildu eftir skilaboð