Ítalski hjólreiðakappinn Sonny Corbrelli fékk fyrir hjartað og var endurlífgaður í lok keppni

frettinErlentLeave a Comment

Ítalski hjólreiðakappinn, Sonny Colbrelli, hneig niður aðeins augnabliki eftir að hafa lokið keppni á hjólreiðamótinu Volta Ciclista Catalunya á mánudag, þar sem hann lenti í 2. sæti.

Samkvæmt Teledeporte, sem sjónvarpaði keppninni, hneig Colbrelli niður og var endurlífgaður. Hann var síðan fluttur af vettvangi á sjúkrahús og aðrir spænskir fjölmiðlar sögðu hann vera með meðvitund þegar læknar fluttu hann af staðnum..

Svo virðist sem Colbrelli hafi fengið fyrir hjartað, tilkynnt sem hjartaáfall af sumum spænskum fjölmiðlum, strax eftir keppnina og var endurlífgaður. Þegar verið var að hlúa að honum hélt fjöldi hjúkrunarstarfsmanna uppi hvítum lökum í kringum hann til að tryggja næði frá sjónvarpsmyndavélum og almenningi á svæðinu.

Félagið Bahrain Victorious hefur staðfest í yfirlýsingu að Colbrelli hafi verið maðurinn sem missti meðvitund í lok keppninar, en sagði jafnframt að hann hefði komist til meðvitundar á vettvangi.

Sama dag var spænskur íþróttamaður fluttur á sjúkrahús,  tennisstjarnan Rafael Nadan, sem þurfti að gera tvö leikhlé vegna brjóstverkja og öndunarerfiðleika.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð