Rafael Nadal, einn fremsti tennisleikari heims, í öndunarerfiðleikum á móti um helgina

frettinErlentLeave a Comment

Spánverjinn Rafael Nadal, einn fremsti tennisleikari heims, og sigurvegari Opna ástralska mótsins 2022, átti í erfiðleikum með að draga andann og þurfti að taka tvö leikhlé vegna sársauka, á móti í Kaliforníu um helgina.

„Þegar ég dreg andann er það sársaukafullt og það er mjög óþægilegt. Það er eins það sé nál inni í mér. Mig svimar aðeins sökum sársaukans. Þetta er verkur sem hamlar mér mikið,“ sagði Nadal, sem verður 36 ára í júní.

„Það sem veldur mér áhyggjum núna, er hvað veldur þessu, hvað ég þarf að gera núna til að jafna mig og hversu langan tíma mun það taka.“

Nadal er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem hefur undanfarið fundið fyrir brjóst-eða hjartaverk og/eða lent í öndunarerfiðleikum og einhverjir vilja kenna svokölluðum Covid bóluefnum um.

Þegar Novak Djokovic var meinað að taka þátt í Opna ástralska þar sem hann vildi ekki láta bólusetja sig, sagði Nadal:

„Það eina sem ég get sagt er að ég trúi á það sem fólk sem hefur vit á lyfjum hefur að segja og það segir að við þurfum að láta bólusetja okkur þá þurfum við að fara í bólusetningu. Það er mitt sjónarmið,“ sagði Nadal.

Hann hélt áfram: „Ég fór í gegnum Covid. Ég hef verið bólusettur tvisvar. Ef þú ferð í bólusetningu áttu ekki í neinum vandræðum með að spila hér. Það er það eina sem er skýrt, ef þú ert bólusettur geturðu spilað á Opna ástralska meistaramótinu og alls staðar, og heimurinn að mínu mati hefur þjáðst nógu mikið fyrir að fylgja ekki reglunum.“

Nadal var spurður hvort hann vorkenndi Djokovic vegna þeirra skelfilegu aðstæðna sem keppinautur hans lenti í, en svar hans benti til þess að samúð hans væri takmörkuð. Nadal sagði að ákvörðunum fylgdu afleiðingar eins og við sjáum með Djokovic sem ákvað að fljúga til Melbourne þrátt fyrir að vera óbólusettur...á vissan hátt finn ég til með honum. En á sama tíma var honum kunnugt um reglurnar...þannig að hann tók sína eigin ákvörðun.“

Heimild.

Skildu eftir skilaboð