Evrópuþingmaður segir Trudeau einræðisherra, augliti til auglitis á Evrópuþinginu

frettinErlentLeave a Comment

Evrópuþingmaðurinn Mislav Kolakušic frá Króatíu sakaði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada um að stjórna með „einræði af verstu gerð“ í ræðu á Evrópuþinginu á þriðjudag.

Trudeu var í tveggja daga ferð í Belgíu og var boðið að halda ræðu á Evrópuþinginu. Athygli hefur vakið að þrír af hverjum fjórum þingmönnum kusu að vera ekki viðstaddir ræðu kanadíska forsætisráðherrans.

Kolakušic sagði í ræðu sinni að Trudeau hefði traðkað á réttindum Kanadamanna, auk þess að láta hesta bókstaflega traðka á konum meðan á mótmælum Frelsislestarinnar stóð í Ottawa í febrúar.

„Kæru samstarfsmenn og borgarar, Trudeau forsætisráðherra. Frelsi, rétturinn til að velja, rétturinn til lífs, rétturinn til heilsu, rétturinn til að vinna, fyrir mörg okkar eru grundvallarmannréttindi sem milljónir borgara í Evrópu og í heiminum hafa lagt líf sitt í sölurnar fyrir,“ sagði Kolakušic.

„Til að verja réttindi okkar og réttindi barnanna okkar sem við höfum áunnið okkur í gegnum aldirnar eru mörg okkar, þar á meðal ég sjálfur, tilbúinn að hætta eigin frelsi og eigin lífi. Því miður, eru í dag á meðal okkar einstaklingar sem traðka á þessum grundvallargildum.”

„Kanada, sem eitt sinn var tákn fyrir nútímann, hefur orðið táknrænt fyrir brot gegn borgaralegum réttindum í gervi- frjálshyggju þinnar á undanförnum mánuðum. Við höfum horft á hvernig þú traðkar á konum með hestum, hvernig þú lokar bankareikningum einstæðra foreldra þannig að þeir geti ekki einu sinni borgað menntun barna sinna og lyf, geti ekki borgað hita og rafmagn og af húsnæðislánum sínum.“ sagði Kolakušic og vísaði þarna sérstaklega til þess þegar Candy Sero var tröðkuð niður af hestum lögreglunnar.

„Fyrir þér gætu þetta verið frjálslyndar aðferðir, fyrir marga þegna heimsins er þetta einræði af verstu gerð. Vertu viss um að þegnar heimsins, sameinaðir geta stöðvað hvaða stjórn sem vill eyðileggja frelsi borgaranna, annaðhvort með sprengjum eða skaðlegum lyfjum,“ sagði hann.

Yfirlýsingar Kolakušic eru svipaðar og rúmenski Evrópuþingmaðurinn Cristian Terhes, kom fram með í ræðu í Brussel í febrúar þegar hann líkti Trudeau við „harðstjóra“ og „einræðisherra“ vegna neyðarlaganna sem hann setti á og hörkunnar sem hann beitti gegn kanadísku „Frelsislestinni.”

Í ræðu sinni á Evrópuþinginu á þriðjudag, sem aðeins um fjórðungur þingmanna ákvað að vera viðstaddur, réðst Trudeau áfram á þegna sína, mótmælendur Frelsislestarinnar, og sagði leiðtoga hennar vera sjálfselska popúlista sem væru að reyna að valda kvíða.

„Þeir þykjast hafa auðveldar lausnir og spila á ótta fólks. Jafnvel í Kanada, þar sem 90 prósent fólks eru bólusett, og einkunnarorð okkar sem land er „friður, regla og góð stjórnvöld” sáum við mótmæli gegn bólusetningum og stjórnarandstöðu þróast í ólöglegt hernám samfélagsins og lokanir á landamærum okkar,“ sagði Trudeau, sem einnig sagði að leiðtogar Frelsislestarinnar væru „árangursríkir við að snúa borgurum með raunverulegar áhyggjur gegn því kerfi sem er best til þess fallið að draga úr þessum áhyggjum,“ sagði Trudeau.

Vegna orða Trudeau má geta þess að Trudeau hefur lokað landamærum Kanada fyrir óbólusettum Kanadamönnum og bannar þeim að fara úr landi. Trudeau heldur því óbólusettum Kanadamönnum föngnum innan Kanada.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kolakušic, í ræðu á Evrópuþinginu, beinir hörðum orðum að þjóðarleiðtoga sem heimsótt hefur þingið. Í lok janúar beindi hann orðum sínum að Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem einnig sat skammt frá ræðupúltinu, þegar hann líkti skyldubólusetningum forsetans við dauðrefsingu. 

Ræðu Kolakušic má sjá og heyra hér neðar:

Heimild.

Skildu eftir skilaboð