Bandaríski trommuleikarinn Taylor Hawkins, hjómsveitinni í Foo Fighters, er látinn, aðeins 50 ára gamall. Hljómsveitin tilkynnti um andlátið á samfélagsmiðlum í morgun.
Hljómsveitin er þessa dagana á tónleikaferðalagi í Suður-Ameríku og var Hawkins þar á meðal en hann fannst látinn á hótelherbergi sínu í Bogotá í Kólumbíu. Foo Fighters átti að spila í borginni í gærkvöldi.
Ekki hefur verið tilkynnt opinberlega um dánarorsök Hawkins.
Foo Fighters hélt tónleika hér á landi árið 2005 og sagði söngvari hljómsveitarinnar, Dave Grohl, að Ísland væri uppáhaldsstaðurinn þeirra til að vera með tónleika.
Síðast voru Foo Fighters með tónleika í Argentínu sem fóru fram sl. sunnudag.