Trommuleikari Foo Fighters látinn – hljómsveitin var á ferðalagi í Suður-Ameríku

frettinErlentLeave a Comment

Bandaríski trommuleikarinn Tayl­or Hawk­ins, hjómsveitinni í Foo Fig­hters, er lát­inn, aðeins 50 ára gamall. Hljóm­sveit­in til­kynnti um and­látið á sam­fé­lags­miðlum í morg­un.

Hljóm­sveit­in er þessa dagana á tón­leika­ferðalagi í Suður-Am­er­íku og var Hawk­ins þar á meðal en hann fannst lát­inn á hót­el­her­bergi sínu í Bogotá í Kól­umb­íu. Foo Fighters átti að spila í borg­inni í gær­kvöldi.

Ekki hef­ur verið til­kynnt op­in­ber­lega um dánar­or­sök Hawkins.

Foo Fighters hélt tónleika hér á landi árið 2005 og sagði söngvari hljómsveitarinnar, Dave Grohl, að Ísland væri uppáhaldsstaðurinn þeirra til að vera með tónleika.

Síðast voru Foo Fighters með tónleika í Argentínu sem fóru fram sl. sunnudag.

Skildu eftir skilaboð