Burisma Holdings, stærsta jarðgasfyrirtæki Úkraínu, réð Robert Hunter Biden til starfa þann 12. maí 2014 og laun hans voru ákveðin 83.000 bandaríkjadalir á mánuði, þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu í Úkraínu eða úr orkugeiranum. Fyrir hreina tilviljun var á sama tíma föður hans varaforseta Bandaríkjanna, Joe Biden, falið að sjá um málefni Úkraínu í forsetatíð Obama.
Raunverulegur eigandi Burisma Holdings var og er enginn annar en úkraínskur milljarðamæringur og ólígarki Ihor Kolomoyskyi. Kolomoyskyi hafði tekist að leggja hald á stærsta jarðgasforða Úkraínu.
Í spillingarrannsókn frá árinu 2012 á Burisma Holdings sem var fjármögnuð af bandaríska milljarðamæringnum George Soros (ANTAC) og bandaríska utanríkisráðuneytinu og átti að grafa upp spillingu á Viktor Yanukovych, þáverandi forseta Úkraínu, leiddi þess í stað í ljós að ólígarkanum Ihor Kolomoyskyii hafði tekist að leggja hald á stærsta jarðgasforða Úkraínu og að Kolomoyskyi væri raunverulegur eigandi Burisma Holdings.
Burisma Holdings hafði skipt um eigendur árið 2011 þegar það var yfirtekið af aflandsfélagi á Kýpur sem hét Brociti Investments Ltd. og flutti í kjölfarið heimilisfang sitt undir sama þak og Ukrnaftoburinnya og Esko-Pivnich, tvö úkraínsk gasfyrirtæki sem voru einnig í eigu ólígarkans Kolomoyskyi í gegnum aflands félög á Bresku Jómfrúareyjunum.
Kolomoyskyi er þriðji ríkasti maður Úkraínu með áætluð auðæfi upp á um 2 milljarða dollara.
Skömmu eftir að Viktor Yanukovych var steypt af stóli þann 2. mars 2014 var Kolomoyskyi skipaður ríkisstjóri Dnepropetrovsk. Obama Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafði staðið að baki því að steypa Viktor Yanukovych af stóli og Kolomoyskyi var líka hlynntur því.
Með ríkisstjórastöðunni varð Kolomoyskyi hluti af nýskipaðri ríkisstjórn Úkraínu, sem Obama-stjórnin hafði í raun sett upp í Úkraínu, í því sem yfirmaður „einka CIA“ fyrirtækisins Stratfor, George Friedman, kallaði réttilega „kaldrifjaðasta valdarán sögunnar“.
Kolomoyskyi á fjölmiðlasamsteypuna 1+1 Media Group
Ólígarkinn Ihor Kolomoyskyi var ekki bara yfirmaður og velgjörðarmaður Hunter Biden hjá Burisma Holdings heldur einnig Volodymyr Zelensky áður en hann varð forseti Úkraínu.
Kolomoyskyi er í sæti 1750 yfir ríkustu einstaklinga heims. Hann á eignarhluti í málm-, olíu- og fjölmiðlageiranum, þar sem hann hefur átt langa sögu með engum öðrum en Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu.
Fyrirtæki Zelensky framleiddi í mörg ár þætti fyrir sjónvarpssamsteypu Kolomoyskyi, 1+1 Media Group, eina af stærstu fjölmiðlasamsteypum Úkraínu.
Zelensky varð frægur fyrir að leika forseta í vinsælum sjónvarpsþáttaþætti sem heitir Servant of the People, sem var sendur út á sjónvarpsstöð í eigu Kolomoyskyi.
Fjölmiðlasamsteypa Kolomoyskyi studdi mjög við forsetakosningabaráttu Zelenskys árið 2019. Kolomoyskyi útvegaði Zelensky öryggisverði, lögfræðinga og farartæki í kosningabaráttu hans.
Keppinautur Zelensky um forsetaembætti, Petro Poroshenko forseti, tjáði sig um tengsl þeirra í kosningabaráttunni og líkti þá Zelensky við brúðu Kolomoyskyi .
Pandora-skjölin sýndu að Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, og samstarfsaðilar í sjónvarpsframleiðslu hans nytu góðs af vef aflandsfyrirtækja sem stofnuð voru árið 2012. Sama ár gerði framleiðslufyrirtæki Zelensky samning við fjölmiðlasamsteypu Kolomoyskyi og var sagt að fyrirtæki Zelensky hefði í framhaldinu fengið 41 milljón dollara frá Privatbank, banka í eigu Kolomoyskyi.
Árið 2016 var Privatbank, banki Kolomoyskyi, hins vegar þjóðnýttur að frumkvæði þáverandi forseta Poroshenko eftir að þessum tveimur ríkustu mönnum Úkraínu sinnaðist m.a. vegna deilu um orkufyrirtæki í landinu.
Kolomoyskyii hefur frá þjóðnýtingu bankans reynt mikið að fá hann aftur og má skilja stuðning hans við Zelensky sem lið í þeirri baráttu að fá bankann aftur. Þann 2. mars sl. fannst úkraínski kaupsýslumaðurinn Mikhail Watford hengdur á setri hans fyrir utan London við dularfullar aðstæður. Watford hafði staðið í deilu við Kolomoyskyi um Privatbank síðan 2002.
Eftir sigur Zelensky í kosningunum um forsetaembættið sneri Kolomoyskyi, sem hafði dvalið síðustu árin ýmist í Ísrael eða Sviss, aftur til Úkraínu til að halda uppi sambandi sínu við nýja forsetann. Þá hefur Kolomoyskyi verið mjög áhrifamikill í nýstofnuðum stjórnmálaflokki Zelenskys.
Kolomoyskyi fjármagnar árásirnar á Donbas
Nýnasistaherfylkingin Azov hefur verið mjög virk og í raun leitt árásir stjórnvalda í Úkraínu á lýðveldin Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu, sem kölluð eru Donbas, og byggð eru að langmestu Rússum.
Ihor Kolomoyskyi hefur verið helsti fjármögnunaraðili Azov-herfylkingarinnar frá stofnun hennar árið 2014. Þá hefur hann einnig rekið einkahersveitirnar Dnipro og Aidar og notað þær til að vernda fjárhagslega hagsmuni sína.
Í skýrslu Amnesty International frá 2014 var Aidar sveit Kolomoyskyi sökuð um stríðsglæpi í Donbas og var vísað sérstaklega til „víðtæks ofbeldis, þar með talið mannrán, ólöglegar handtökur, illa meðferð, þjófnaði, fjárkúganir og mögulegar aftökur.“ Yfir 14.000 manns hafa fallið í stríðinu um Donbas síðan 2014.
Í október 2014 greindi Human Rights Watch frá því að úkraínski stjórnarherinn og vígasveitir sem styddu ríkisstjórnina bæru ábyrgð á víðtækri notkun klasasprengna í þéttbýli í borginni Donetsk. „Það er átakanlegt að sjá vopn, sem flest lönd hafa bannað, notuð svona mikið í austurhluta Úkraínu,“ sagði Mark Hiznay, háttsettur vopnafræðingur hjá Human Rights Watch. „Úkraínsk yfirvöld ættu að skuldbinda sig tafarlaust til að nota ekki klasasprengjur og ganga í sáttmálann sem bannar þær.
Fyrir skömmu bannaði Zelensky Úkraínuforseti starfsemi fjölda stjórnmálaflokka þ.m.t. talinn stærsta stjórnarandstöðuflokkinn í Úkraínu. Nýnasistarnir í Azov voru ekki þar á meðal og fá að starfa áfram óáreittir og það ætti ekki að koma á óvart í ljósti tengsla Zelensky og ólígarkans Kolomoyskyi.
Skilaboð Robert Hunter Biden um brenndu börnin Donetsk
Barnaskólar í Donbas hafa svo oft orðið fyrir skotárásum að kjallarar þeirra eru settir upp sem sprengjuskýli og gluggar eru hlaðnir upp með sandpokum. Þá er Donbas orðinn einn mest jarðsprengjumengaði staður á jörðinni sem stofnar meira en 220.000 börnum í hættu.
Á fartölvu Hunter Biden fundust skilaboð þar sem Hunter Biden spyr elskhuga sinn Hallie Biden, ekkju bróður síns, hvort hún teldi að hann hefði látið „brenna börn lifandi í DONETSK“ eða „látið drepa börn í Donetsk, Úkraínu.“
Þessi að því er virðast furðuleg skilaboð Hunter, sonar Bandaríkjaforseta, gætu verið tilvísun í velgjörðarmann hans hjá Burisma Holding, Kolomoyskyii, sem hefur fjármagnað nýnasistana í Azov herfylkinu og sem sakað hefur verið um stríðsglæpi og skotárásir á óbreytta borgara og börn í Donbas.
Hræsni Vesturlanda
Minsk samkomulögin frá 2014 og 2015 héldu ekki og friður komst ekki á í Donbas. Þrátt fyrir það kusu Vesturlönd að bregðast ekki við heldur litu þau algjörlega undan örlögum barnanna og fólksins í Donbas.
Nú, eftir innrás Rússalands, sér Bandaríkjastjórn og bandamenn þeirra fram á að missa tökin í Úkraínu og peningana sem árum saman hefur verið mokað í gegnum Úkraínu til einstaklinga og sjóði tengda valdafólki á Vesturlöndum, t.d. Clinton Foundation.
Þá bregðast Vesturlönd við með viðskiptaþvingunum í nafni lýðræðis og mannréttinda sem aðeins mun skaða almenning í Úkraínu og á Vesturlöndum sem og víðar.
Hræsni stjórnmálamanna á Vesturlöndum er yfirgengileg. Í því sambandi mætti rifja upp nýlegan atburð þar sem þingkona Lettlands á Evrópuþinginu var leidd úr ræðustól fyrir að vekja athygli á þeim fjölda barna sem úkraínski herinn hefði drepið í Donbas héraði.
One Comment on “Hvernig tengjast forseti Úkraínu og sonur Bandaríkjaforseta sama ólígarkanum?”
Heimildir:
The Gateway Pundit (TGP) is an American far-right fake news website.The website is known for publishing falsehoods, hoaxes, and conspiracy theories.
https://kanekoa.substack.com/p/how-one-ukrainian-billionaire-funded?s=w
Legg til að næst grafið þið heimildir ykkar upp úr klósettinu. Það er hreinlegra.