Ástralski öldungardeildaþingmaðurinn Alex Antic hefur varað við því að Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum - WEF) sé að komast inn í ríkisstjórnir um allan heim, grafa undan vestrænum gildum og innleiða marxíska forræðishyggju.
Antic sagði þetta í þinginu í vikunni og vitnaði í frásögn stofnanda WEF, Klaus Schwab, sem sagðist hafa „komist inn“ í kanadísku ríkisstjórnina, meðal annarra.
Þegar Schwab hélt erindi við Harvard Kennedy skólann árið 2017, sagði hann: „Ég veit að helmingur þessarar ríkisstjórnar, jafnvel meira en helmingur, eru í raun ungir alþjóðlegir leiðtogar Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF). Það er staðreynd í Argentínu, það er staðreynd í Frakklandi, núna með forsetanum sem er ungur leiðtogi á heimsvísu“ og átti þar við Macron Frakklandsforseta.
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, er meðlimur í WEF, eins og Fréttin fjallaði um hér.
Antic varaði þingmenn við því að hið skipulagða og vel fjármagnaða WEF, sem talar fyrir hnattrænum málum, þar á meðal loftslagsbreytingum, svokölluðum kerfisbundnum kynþáttafordómum, kynjamismunun, og stafrænum persónuskilríkjum, sé í raun and-kapítalískt, and-frelsis markaðssamtök sem leitist við að að grafa undan vestrænum gildum og pólitísku skipulagi.
„Boðskapur WEF er settur fram til að virðast skaðlaus, en í raun er hugmyndafræðin sem liggur til grundvallar þeim byltingarkennd og eyðileggjandi,“ sagði Antic.
„Þeir þjálfa upprennandi leiðtoga í hugmyndafræði sinni og þeir hjálpa þeim við að koma upp tengslaneti, þar á meðal í stjórnmálum, viðskiptum og listum.
WEF hvatt til öfgafullra árása á grundvallarréttindi almennings
Þingmaðurinn sagði að WEF hafi stöðugt talað fyrir hörðustu og öfgafyllstu COVID-ráðstöfunum sem fólu í sér „árásir á mörg grundvallarréttindi okkar,“ eins og lokanir, lögboðnar bólusetningar, bólusetningapassa og grímuskyldu.
„Meginþema Alþjóðaefnahagsráðsins er það sem kallast "The Great Reset" sem er hugtak Klaus Schwabs, stofnanda ráðsins, fyrir það tækifæri sem Covid heimsfaraldurinn hefur gefið okkur til að endurgera og endurhanna efnahagsstefnu Vesturlanda. Scwab gaf út bókina COVID-19: The Great Reset, árið 2020.
Antic benti einnig á myndbandið frá WEF, þar sem því var spáð að árið 2030, „munir þú ekki eiga neitt og þú munt vera hamingjusamur.“
„Þú þarft ekki að vera stjórnmálaheimspekingur til að komast að því að ef þú átt ekkert, þá á ríkið allt,“ sagði Antic og bætti við : „Það er til orð yfir þetta. Það er kallað kommúnismi.“
Það er brýnt að varðveita frelsið
Antic sagði við þingið að það væri „brýnt að fylgjast vel með Alþjóðaefnahagsráðinu og gera allt sem hægt væri til að varðveita frelsið og draga úr afskiptum stjórnvalda af lífi okkar.
„Ef okkur tekst það ekki munu and-lýðræðisöflin á Vesturlöndum halda áfram ferð sinni og við gætum vaknað við það að Ástralía er ekki lengur sú sem við þekktum.“
Antic hét því að komast að því að hve miklu leyti WEF hefur tekist að „síast“ inn í landið og ástralskar stofnanir og sagði að það væri eitthvað sem ástralska þjóðin ætti rétt á að vita.
Þingmaðurinn George Christensen hefur einnig varað við WEF
Ástralski þingmaðurinn George Christensen hefur komið fram með svipaða viðvörun um áhrif Alþjóðaefnahagsráðsins í Ástralíu og sagði í nýlegum þætti af The Caldron Pool Show að megnið af löggjöfinni sem þingið afgreiði komi ekki frá áströlsku þjóðinni, heldur ólýðræðislega kjörnum aðilum eins og Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaefnahagsráðinu.
„Þetta er ógn við lýðræðið,“ sagði Christensen. Það hefur verið í langan, langan tíma, sérstaklega í umhverfismálunum.
„Það er bara ógrynni af löggjöf sem hefur komið frá hnattrænum ráðum og stofnunum niður á við og ekki frá grasrótinni og upp.“