Pfizer vill gefa 5-11 ára örvunarskammt eftir rannsókn á aðeins 30 börnum

frettinErlentLeave a Comment

Pfizer og BioNech óskuðu eftir því við Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) í síðustu viku að heimila þriðja skammt af Covid bóluefninu fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Umsóknin kemur í kjölfar niðurstaðna úr lítilli rannsókn á blóðsýnum frá 30 börnum í aldurshópnum.

Niðurstöðurnar sýndu 36-falda aukningu á mótefnamagni gegn ómíkron afbrigðinu eftir þriðja skammt samanborið við tvo skammta af bóluefninu.

Einungis um 28% barna á aldrinum 5 til 11 ára höfðu fengið tvo skammta frá og með apríl sl., samkvæmt upplýsingum CDC.

Það er óljóst hvort ráðgjafarnefnd FDA muni boða fund til að ræða gögnin og veita ráðleggingar. Stofnunin boðaði ekki til fundar með utanaðkomandi sérfræðingunum áður en hún heimilaði þriðju sprautuna fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára í janúar og fjórða sprautuna fyrir 50 ára og eldri í síðasta mánuði.

Sérfræðingar sem sitja í ráðgjafanefndum FDA og CDC hafa gagnrýnt stofnanirnar tvær fyrir að hafa ítrekað haldið áfram með umsóknar-og afgreiðsluferli örvunarskammta án þess að hafa samráð við þá.

Nokkrir sérfræðingar í CDC nefndinni sögðu á opinberum fundi í síðustu viku að það að reyna að stöðva sýkingar með núverandi bóluefnum væri óframkvæmanlegt markmið.

Pfizer er einnig að leita eftir leyfi FDA fyrir þriðja skammtinum af Covid bóluefni sínu fyrir börn yngri en 5 ára, eina aldurshópinn í Bandaríkjunum sem  á eftir að bólusetja. Forstjóri Pfizer, Albert Bourla, sagði í viðtali í síðustu viku að hann vonaðist til að bóluefnið fyrir þann aldurshóp fái leyfi í júní. Bóluefnaskammtar fyrir yngstu börnin eru  töluvert minni en hinir.

CNBC.

Skildu eftir skilaboð