Fimm hermenn hnigu niður við hátíðarhöld Elísabetar drottningar í London

frettinErlent1 Comment

Fimm hermenn sem stóður heiðursvörð við St Paul's-dómkirkjuna í dag hnigu niður. Fjögurra daga hátíðarhöld standa yfir í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli Elísabetar Bretadrottningar. Einn meðlimur konunglega breska flughersins (RAF), sem stóð heiðursvörð við tröppur kirkjunnar, var meðal þeirra sem féllu niður.

„Hitinn fór illa í fjóra hermenn til viðbótar,“ segir í frétt My London (hitastigið var í kringum 20° Celsius og skýjað) og fagnaði mannfjöldinn þegar þeim var hjálpað á fætur. Komið var  með sjúkrabörur fyrir einn RAF hermanninn sem virtist hafa hnigið niður rétt áður en Liz Truss utanríkisráðherra gekk upp tröppurnar inn í kirkjuna fyrir guðsþjónustuna.

Einn gestanna á viðburðinum „tísti“ frá miðborg Lundúna: „Hermaður féll niður og hefur fengið læknisaðstoð og er kominn á fætur á ný, mikil fagnaðarlæti. Ekki er vitað hvers vegna hann hneig til jarðar og annar heiðursvörður þurfti einnig á neyðaraðstoð að halda eftir að hafa hrunið niður, og þrír aðrir duttu niður eftir það.“

 

One Comment on “Fimm hermenn hnigu niður við hátíðarhöld Elísabetar drottningar í London”

  1. Fíllinn í stofunni er, já það er rétt hjá þér Bill Gates sprauturnar við covid-19

Skildu eftir skilaboð