Allir mega vera með á Ólympíuleikum fatlaðra í Orlando – skyldubólusetning bönnuð í Flórída

frettinErlentLeave a Comment

Stjórn Ólympíuleika fatlaðra lét undan þrýstingi frá embættismönnum í Flórída og felldi niður skyldubólusetningu fatlaðra íþróttamanna fyrir leikana sem fara fram um helgina í Orlando, eftir að ríkisstjóri Flórída hótaði stjórn sambandsins með 27,5 milljón dollara sekt. Stjórn Ólympiusambandsins ætlaði að meina óbólusettu fötluðu fólki að taka þátt í leikunum.

Reiknað er með að viðburðurinn muni draga að sér meira en 5.500 íþróttamenn sem allir hefðu þurft að vera sprautaðir með Covid lyfinu.

En skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Bandaríkjunum féllu frá skyldunni eftir að ríkisstjórinn, Ron DeSantis, hótaði sektum, eins og áður segir, að sögn Orlando Sentinel.

„Fólk þarf að hafa val í þessu sambandi,“ sagði DeSantis á kynningarviðburði í Orlando á föstudaginn.

„Leyfið þeim að keppa. Við viljum að allir geti keppt,“ sagði ríkisstjórinn.

Á síðasta ári bannaði DeSantis bólusetningapassa í Flórída og skipaði ríkinu að sekta fyrirtæki, skóla og opinberar stofnanir sem kröfðust þess að fólk sýndi fram á COVID-19 bólusetningu.

Jay O'Brien hjá ABC News var fyrstur til að segja frá því að Ólympíuleikar fatlaðra hafi fallið frá þvinguðum bólusetningum.

Heilbrigðisyfirvöld Flórída sendu bréf til stjórnarinnar á fimmtudag og tilkynntu að skyldbólusetningar brjóti í bága við lög í Flórída.

„Óbólusettur fulltrúar sem voru skráðir á leikana og hefðu að öllu óbreyttu ekki mátt taka þátt, hafa nú möguleika á að mæta,“ sagði stjórnin.Skildu eftir skilaboð