Áfrýjunardómstóll í Amsterdam hefur úrskurðað hollenska flugmannafélaginu (VNV) í hag í máli sem höfðuð var gegn hollenska flugfélaginu KLM.
Flugfélaginu er ekki lengur heimilt að spyrja flugmenn út í COVID-19 bólusetningastöðu þeirra eða hafna umsókn flugmanna um starf á grundvelli bólusetninga. Ef farið verður gegn þessum úrskurði á flugfélagið á hættu 100.000 evra sekt fyrir hvert brot, segir í UncoverDC.