Hin 36 ára gamla hlaupastjarna Charlotta Fougberg hefur ekki keppt í átta mánuði. Nú upplýsir hún hvers vegna.
Hlaupastjarnan glímir við langavarandi veikindi og grunar að Covid bóluefnið sé orsökin. „Það sem ég gat gert á einum degi áður, geri ég á viku núna,“ segir hún við Radiosporten.
Þann 9. október 2021 varð Charlotta Fougberg í þriðja sæti í Stokkhólmsmaraþoninu á hinum frábæra tíma 2.31,08. Síðan þá hefur hún ekki sést keppa.
Landsliðshlauparinn og ólympíuþátttakandinn Charlotta sagði við Radiosporten að hún þekkti ekki lengur sinn eigin líkama og að hún hafi verið veik í meira en hálft ár.
Ég er mjög þreytt líkamlega. Ég get ekki jafnað mig almennilega og get ekki jafnað mig að fullu. Ég hef fengið Covid tvisvar og fengið önnur einkenni eftir Covid eins og svima og það var mjög óþægilegt. Ég lá í rúminu og ældi. Ég gat ekki farið á klósettið án aðstoðar, segir Fougberg.
Versnaði eftir seinni skammtinn
Hana grunar að Covid bóluefnið sé orsök veikindanna. Fougberg fékk harkalegar aukaverkanir eftir fyrstu sprautuna og kaus því að bíða með seinni skammtinn þar til eftir Stokkhólmsmaraþonið, sem var síðasta stórkeppnin á keppnistímabilinu 2021.
Þegar hún fékk annan skammtinn komu veikindin aftur; hækkaður hjartsláttur og sviti á nóttunni í nokkrar vikur. Í febrúar ákvað hún að draga sig út úr allri þjálfun.