Óttast er að fimm bandarískir landgönguliðar, þar á meðal flugmaðurinn, hafi látist eftir að herflugvél hrapaði í eyðimörkinni í Kaliforníu.
Vélin sem var að gerðinni MV-22B Osprey hrapaði í Imperial County nálægt þjóðvegi 78 og bænum Glamis - 50 mílur norður af landamærum Mexíkó og 150 mílur austur af San Diego.
Í fyrstu var sagt frá því að í vélinni væru geislavirk efni en samkvæmt Daily Mail hefur sú frétt verið dregin til baka.