Pentagon segist hafa veitt 46 „friðsælum“ lífefnarannsóknarstofum í Úkraínu stuðning

frettinErlent1 Comment

Varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, hefur sýnt fram á með nýútgefnum skjölum, dagsett 9. júní, að hafa veitt „46 friðsælum úkraínskum lífefnarannsóknarstofum (biolabs), heilbrigðisstofnunum og sjúkdómsgreiningarstöðum stuðning á síðustu tveimur áratugum“, undir heitinu að „bæta lýðheilsu og öryggisráðstafanir í landbúnaði“.

Hér má heyra háttsettan starfsmann utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Victoriu Nuland, í mars. sl. svara spurningu þingmannsins Marco Rubio, um það hvort Úkraína búi yfir lífefna-eða efnavopnum. Hún svarar spurningunni ekki neitandi, vandar svar sitt og segir hægt og rólega, að Úkraína búi yfir lífefnarannsóknarstofum og segist hafa miklar áhyggjur af því að Rússar nái valdi á þeim.

Nuland var spurð út í málið eftir að Rússar fullyrtu að Bandaríkin væru að gera tilraunir með kórónuveirur og aðrar banværar veirur í lífefnarannsóknarstofum í Úkraínu sem væru fjármagnaðar af Bandaríkjunum.

Nú hefur komið fram að Bandaríkin hafa veitt 46 lífefnarannsóknarstofum „stuðning.“

    • The United States has also worked collaboratively to improve Ukraine’s biological safety, security, and disease surveillance for both human and animal health, providing support to 46 peaceful Ukrainian laboratories, health facilities, and disease diagnostic sites over the last two decades.  The collaborative programs have focused on improving public health and agricultural safety measures at the nexus of nonproliferation.

One Comment on “Pentagon segist hafa veitt 46 „friðsælum“ lífefnarannsóknarstofum í Úkraínu stuðning”

  1. Og Íslenska ríkisstjórnin er flækt inn í þessa geðveiki.

Skildu eftir skilaboð