Fimm látnir og 22 særðir eftir sprengjuárás úkraínska hersins á almenna borgara í Donetsk

frettinErlent, Erna Ýr Öldudóttir1 Comment

Að minnsta kosti fimm eru látnir og 22 særðir eftir sprengjuárásir úkraínska hersins á borgina Donetsk í Donbass héraði í Úkraínu í gær. Frá því greinir m.a. Reuters í dag, 14. júní 2022.

Fyrir sprengjunum urðu m.a. markaðstorg og fæðingarspítali, en óstaðfestar fréttir herma að yfir 300 sprengjum hafi verið varpað á borgina. Um sé að ræða mestu árás á Donetsk frá því að borgarastyrjöldin á milli úkraínskra stjórnvalda og sjálfsstæðissinna í Donbass hófst árið 2014. Á meðal þeirra sem féllu voru kona og ungur sonur hennar. 

Engin hernaðarátök eiga sér stað í borginni sem er fyrir utan átakalínur Rússlands og Úkraínu, og haft er eftir fulltrúa Sameinuðu þjóðanna af þessu tilefni, Stephane Dujarric:

„Árásir á borgaraleg mannvirki, sérstaklega heilbrigðismannvirki, er skýrt brot á alþjóðalögum.“

Amnesty International birtir ásakanir sama dag

Rússneski herinn er að sögn með það á stefnuskrá sinni frá því að hin „sérstaka hernaðaraðgerð“ hófst í febrúar síðastliðnum, að hlífa borgaralegum mannvirkjum og almennum borgurum. Í skýrslu sem birtist í gær, 13. júní, sakar Amnesty International Rússland um stríðsglæpi í Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu. Amnesty heldur því fram að þar hafi hundruð almennra borgara farist í sprengjuárásum Rússlands frá í febrúar sl.

Úkraínski herinn hefur á móti verið sakaður af Rússum og fleirum um að nota almenna borgara sem mannlega skildi. Dæmi um það var að finna í Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol auk fjölda frásagna almennra borgara sem voru lokuð inni í byggingum sem barist var í. Auk þess að ráðast á almenna borgara og mannvirki í Úkraínu á svæðum sem þykja of hliðholl Rússlandi eða aðskilnaðarsinnum í Donbass, og að sprengja landamærabyggðir í Rússlandi.

One Comment on “Fimm látnir og 22 særðir eftir sprengjuárás úkraínska hersins á almenna borgara í Donetsk”

  1. Hverslags fréttir eru þetta? Eru fréttirnar sagðar til að réttláta aðgerðir Rússa? Ef svo er eiga þá Danir að ráðast inní Þýskaland til að endurheimta landsvæði ég bara skil ekki svona bull

Skildu eftir skilaboð