Alþjóðaheilbrigðisstofnunin rannsakar hvort apabóluveiran sé í sáðfrumum

frettinErlentLeave a Comment

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) rannsakar nú tilkynningar um að apabóluveiran gæti verið til staðar í sæðisfrumum sjúklinga. Rannsóknin myndi hjálpa til við að ganga úr skugga um hvort sjúkdómurinn smitist með kynlífi, sagði embættismaður stofnunarinnar.

Mörg tilfelli í apabólufaraldrinum í Evrópu eru meðal bólfélaga og talið hefur verið að veiran berist með snertingu.

En undanfarna daga hafa vísindamenn sagt að þeir hafi greint DNA veiru í sæði nokkurra apabólusjúklinga á Ítalíu og Þýskalandi.

Sýni sem var tekið á rannsóknarstofu benti til þess að veiran sem fannst í sæði eins sjúklings gæti smitað aðra manneskju og fjölgað sér.

Catherine Smallwood, yfirmaður apabóludeilarinnar hjá WHO í Evrópu, sagði að ekki væri vitað hvort nýlegar fregnir þýddu að apabóluveiran gæti smitast með kynlífi.

The Independent sagði frá.

Skildu eftir skilaboð